1
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

2
Heimur

Eftirlýst breskt glæpakvendi sagt í felum á Tenerife

3
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

4
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

5
Innlent

Kallar málflutning um hælisleytendur „tilfinningaþvaður“ óstutt með gögnum

6
Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

7
Heimur

Rússnesk kona með banvænan erfðasjúkdóm dæmd í sex ára fangelsi

8
Fólk

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar

9
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

10
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

Til baka

Rima Apótek ódýrast, samkvæmt ASÍ

Borgar apótek og Lyfjabúrið neituðu þátttöku.

apotikid_inni2
GarðsapótekMyndin tengist ekki fréttinni beint.
Mynd: gardsapotek.is

Í nýjum samanburði verðlagseftirliti ASÍ kemur fram að Rima Apótek er ódýrasta apótekið á landinu. Til skoðunar vru aðrar vörur en lyf eða þær vörur sem finna má frammi í versluninni.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá ASÍ að Borgar apótek og Lyfjabúrið hafi hafnað þátttöku í verðlagseftirlitinu, en á grundvelli þeirra ganga sem þar var aflað eru þau annað og þriðja dýrasta apótek Íslands.

Þó nokkru getur munað á verði eftir því hvaða vörur eru skoðaðar að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Sem dæmi má nefna að Lyfjaval er að meðaltali með 15 prósent dýrara en ódýrasti kosturinn, en Better You-fæðubótarefni kosta að meðaltali 35 prósent meira í Lyfjaval en þar sem þau eru ódýrust, sem er iðulega í Rima Apóteki. Hins vegar voru New Nordic-vörur að jafnaði ódýrastar í Lyfjavali. 

Borgar sig oft að bera saman verð

Ýmsar vörur sem seldar eru í apótekum má einnig finna í lágvöruverðsverslunum. Svo dæmi séu tekin: 

  • Nivea augnhreinsir (x-gentle, 125ml) kostaði 2.281kr í Borgar apóteki en 479kr í Bónus, næstum fimmfaldur munur. Varan kostaði einni krónu meira í Krónunni en Bónus. 
  • By My Beard skeggsjampó kostaði 1.990kr í ÍslandsApóteki en 349kr í Nettó, næstum sexfaldur munur. 
  • Gillette Cool Wave svitalyktareyðir kostaði tæpar 1.400kr í flestum apótekum, en aðeins 598kr í Bónus og 599kr í Krónunni. 
  • Carefree flexi innlegg kostuðu 286kr í Bónus, 287kr í Krónunni, 288kr í Nettó og 585kr í Farmasíu.

Í einhverjum tilfellum geta apótek verið ódýrari en lágvöruverðsverslanir, þó að munurinn í þá átt sé oftast minni. Hér eru nokkur dæmi: 

  • Hafkalktöflur, 60stk, kostuðu 2.790kr í Krónunni (og kosta enn) en voru (og eru) ódýrari í öllum apótekum sem skoðuð voru, fyrir utan Lyfjaval. Ódýrastar voru töflurnar í Lyfjaveri á 2.180kr en dýrastar í Lyfjavali á 2.855kr. 
  • Solaray Once Daily Active Man fjölvítamín kostaði 3.061kr í Lyfjaveri og hefur verið á því verði síðan í haust, ef ekki lengur. Á megni könnunartímabilsins kostaði vítamínstaukurinn 3.599kr í Krónunni, eða tæpum 18 pórsentum meira, og hefur síðan hækkað í 3.799kr, sem er 24 prósentum dýrara en í Lyfjaveri. 
  • Veet Sensitive háreyðingarkrem með aloe vera kostaði 2.339kr í Nettó en aðeins 1.560kr í Apóteki Vesturlands í Ólafsvík. 
  • Better You 5mg járnmunnúði kostar 2.021kr í Rima Apóteki en 2.399kr í Krónunni. Flestir aðrir BetterYou munnúðar eru hins vegar ódýrari í Krónunni. 

Auglýsingar apóteka gjarnan villandi 

Oft hvetja íslenskar verslanir til kaupa með afsláttum. Einhverjar reglur gilda um þá afslætti, til dæmis segir á vef Neytendastofu að útsala megi „ekki standa lengur en í sex vikur því þá er útsöluverðið orðið að venjulegu verði“. 

Samkvæmt ASÍ fæst ekki betur séð en að í einhverjum tilfellum en að lengri tími hafi liðið frá verðlækkun í einhverjum apótekum. Til dæmis: 

  • New Nordic Apple Cider hlaup í vefverslun Lyfjavals var selt á 2.621kr til 3. febrúar. Svo var það selt á „-20%“, eða 2.097kr, til 4. apríl, eða á hálfa níundu viku. Samhliða því var bætt við „Nýtt“ merkingu á vöruna sem er þar enn. 
  • Siglufjarðarapótek hefur haft CeraVe Renewing fótakrem á 20% afslætti frá því í janúar síðastliðnum hið minnsta, en þá hóf verðlagseftirlitið skoðun á vefverslun apóteksins. 
  • Rima Apótek hefur selt Nutrilenk Active, 30 hylki, og NutriLenk Gel, 100ml, á 25% afslætti frá því í janúar síðastliðnum hið minnsta, en þá hóf verðlagseftirlitið skoðun á vefverslun apóteksins. 

Dæmin eru fleiri.  

Verðlag í Apóteki Vesturlands ekki alltaf samstíga 

Verðlag á Apóteki Vesturlands virðist ekki hafa verið alfarið hið sama í útibúunum þremur í Borgarnesi, Akranesi og Ólafsvík, að því er fram kemur í frétttilkynningu ASÍ. Til að mynda var Better You D-Lúx 1000iu 15ml munnsprey selt á 1.493kr í Borgarnesi þann 13. mars en á 2.045kr í Ólafsvík. Better You Magnesium Relax flögur kostuðu 2.413kr í Ólafsvík en 1.530kr í Borgarnesi. Í aðra röndina kostaði Eylíf Smoother Skin & Hair 3.419kr í Ólafsvík en 4.850kr í Borgarnesi. Hafkraftur kostaði 2.650kr í Ólafsvík en 3.543kr í Borgarnesi. 

Af 148 vörum sem bornar voru saman í Borgarnesi og Ólafsvík þann 13. mars voru 76 dýrari í Borgarnesi, 33 dýrari í Ólafsvík, og 39 á sama verði. Að meðaltali var verslunin í Borgarnesi 1,2 prósentum dýrari en í Ólafsvík. 

Hvaða aðferðafræði notast ASÍ við? 

Bornar voru saman vörur sem finna mátti í minnst níu apótekum. Aðeins var farið í apótek sem eru án aðgangsgjalds. Samanburðurinn fór fram frá miðjum febrúar til miðs mars. 

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eftirlýst breskt glæpakvendi sagt í felum á Tenerife
Heimur

Eftirlýst breskt glæpakvendi sagt í felum á Tenerife

Rændi tugum milljóna króna af aldraðri konu og flúði refsinguna
Kallar málflutning um hælisleytendur „tilfinningaþvaður“  óstutt með gögnum
Innlent

Kallar málflutning um hælisleytendur „tilfinningaþvaður“ óstutt með gögnum

Rússnesk kona með banvænan erfðasjúkdóm dæmd í sex ára fangelsi
Heimur

Rússnesk kona með banvænan erfðasjúkdóm dæmd í sex ára fangelsi

Drukkin kona stakk af eftir umferðaróhapp
Innlent

Drukkin kona stakk af eftir umferðaróhapp

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar
Fólk

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag
Heimur

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn
Myndband
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín
Innlent

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

Hefur verið eitt helsta djásn Flúða árum saman
Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Fer frá Boston á Höfðabakka
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

Gómsætur hagnaður hjá Freyju
Peningar

Gómsætur hagnaður hjá Freyju

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað
Peningar

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

Loka auglýsingu