1
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

2
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

3
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

4
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

5
Innlent

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga

6
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

7
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

8
Sport

Albert bestur í súru tapi

9
Innlent

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín

10
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

Til baka

Línulegt áskriftarsjónvarp Stöðvar 2 liðið undir lok

Boða „nýjan kafla í íslenskri sjónvarpssögu“. Spurningar vakna um enska boltann.

herdís dröfn
Herdís Dröfn FjeldstedForstjóri Sýnar boðar „nýjan kafla í íslenskri sjónvarpssögu“.
Mynd: Aðsend

Línulega sjónvarpsstöðin SÝN, áður þekkt sem Stöð 2, verður ekki lengur áskriftarsjónvarp eins og hún hefur verið frá stofnun árið 1986.

Hins vegar mun streymisveitan SÝN+ verða fyrir áskrifendur og birta efnið á undan línulegu SÝN, án auglýsinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forstjóra félagsins Sýnar, sem rekur sjónvarpsþjónustuna SÝN og SÝN+, auk farsíma-og netþjónustunnar undir sama heiti.

Í tilkynningunni er því ekki svarað hvort enski boltinn, sem félagið SÝN greiddi háar fjárhæðir til að komast yfir sýningarréttinn á, verði í opinni dagskrá og ef ekki, hvert áskriftarverðið að línulega áskriftarstjónvarpi Sýnar verður. SÝN Sport Ísland býður upp á áskrift að íslenskum íþróttaviðburðum á 6.990 krónur á mánuði.

Samruni kynntur

Fyrirtækið Sýn, sem skráð er í kauphöllina, boðaði sögulegan samruna þegar vörumerkin Vodafone, fyrir farsímaþjónustu, og Stöð 2, fyrir sjónvarp, voru aflögð.

Ef marka má frétt og auglýsingaherferðir Sýnar um „samruna“ vörumerkja félagsins frá 12. júní síðastliðnum munu „Voda­fone, Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport sam­einast undir merki Sýnar“. Samruninn er þó ásýndarlegur, enda er um sitt hvora þjónustuna að ræða.

„SÝN Sport er nýtt heiti á Stöð 2 Sport og mun stöðin áfram bjóða upp á besta sætið í heimi íþrótta - og er enski boltinn þar á meðal,“ sagði í tilkynningunni 12. júní. SÝN Sport virðist hins vegar vera tvær sjónvarpsstöðvar, annars vegar með innlendum íþróttum og hins vegar erlendum.

Því má fastlega búast við því að áskriftarsjónvarp verði enn viðhaldið, en að það einangrist við íþróttahlutann. Ef svo er hafa stjórnendur Sýnar valið að „böndla“ ekki saman áskriftarþjónustu gömlu Stöðvar 2 og íþróttastöðvanna, og byggja þess í stað á líkani Símans, sem bauð upp á enska boltann í áskrift samhliða streymisþjónustu Símans, undir heitinu Sjónvarp Símans Premium, á meðan línulega Sjónvarp Símans var í opinni dagskrá.

„SÝN gegnir lykilhlutverki í íslensku samfélagi sem vettvangur frétta, íþrótta og menningarlegrar upplifunar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, í tilkynningunni.

Þá rifjar hún upp að fréttir Stöðvar 2, sem heitir nú sjónvarpsfréttir Sýnar, hafi verið færðar í opna dagskrá í fyrra, eftir stutt tímabil áskriftarlokunar. „Á síðasta ári ákváðum við að bjóða sjónvarpsfréttir Sýnar án endurgjalds til landsmanna. Nú göngum við skrefinu lengra og gerum alla dagskrá línulegu sjónvarpsstöðvarinnar SÝN aðgengilega án endurgjalds, í fyrsta skipti í sögu stöðvarinnar. Um leið höldum við áfram að mæta breyttum áhorfsvenjum með þjónustu sem býður upp á aukið frelsi, meiri upplifun, hámhorf og forskot á innihald.“

Rætt um mikla einföldun vörumerkja

Mannlíf greindi frá því fyrst fjölmiðla í byrjun janúar að til umræðu væri að breyta Stöð 2 í SÝN. Samkvæmt heimildum innan úr félaginu var til umræðu að gera mun víðtækari breytingar.

Niðurstaða stjórnenda félagsins Sýnar var að láta ógert að breyta heitum útvarpsstöðvanna Bylgjunnar og FM957, en fella niður vörumerkin Stöð 2 og Vodafone, sem fyrr segir.

Félagið Sýn hefur fallið um 22% í kauphöllinni á þessu ári. Gengið hækkaði lítillega þegar innri samruninn var boðaður, en féll á ný og hefur rétt úr kútnum í litlum viðskiptum.

UPPFÆRT:

Herdís Dröfn sendi Mannlíf svar við fyrirspurn um hvort SÝN Sport yrði í opinni dagskrá.

„SÝN Sport verður ekki í opinni dagskrá en þess má geta að SÝN Sport mun leggja mikið uppúr því að bjóða upp á skemmtilega og vandaða umfjöllun, þar á meðal um Enska boltann en þar verða 5 þættir sérstaklega tileinkaðir enska boltanum. Þeir verða kynntir nánar síðar,“ segir í svari hennar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar
Heimur

Vinir Diane Keaton voru ómeðvitaðir um versnandi heilsu hennar

Heimurinn syrgir sanna kvikmyndagoðsögn
Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður
Pólitík

Björn Leví sakar Sigmund Davíð um hræðsluáróður

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn
Myndband
Innlent

Magga Stína er þakklát fyrir stuðninginn

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín
Innlent

Sótölvaður maður reyndi að sparka sér leið heim til sín

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi
Innlent

Tímaspursmál hvenær moskítóflugan nær fótfestu á Íslandi

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza
Heimur

Fótur fannst á vinsælli ferðamannaströnd á Ibiza

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað
Innlent

Blóðgaði tvo drengi á kjúklingastað

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega
Innlent

Hjálmtýr gagnrýnir val á friðarverðlaunahafa Nóbels harðlega

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni
Heimur

Hryllilegur dauði sænsks manns á Spáni

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga
Innlent

Lögreglan fór í útkall vegna tapsárra unglinga

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Mótmæli boðuð vegna brottvísunar rússneskrar fjölskyldu

Séra Hilda María blessar Stykkishólm
Landið

Séra Hilda María blessar Stykkishólm

Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

Hefur verið eitt helsta djásn Flúða árum saman
Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Fer frá Boston á Höfðabakka
Peningar

Fer frá Boston á Höfðabakka

Gómsætur hagnaður hjá Freyju
Peningar

Gómsætur hagnaður hjá Freyju

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað
Peningar

Tíu spurningar sem Jón Ásgeir hefur ekki svarað

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða
Peningar

Hálfdán úr Djúpu lauginni heldur áfram að græða

Loka auglýsingu