
Vörumerkin Dollar og Thrifty sem hafa frá árinu 2009 verið starfrækt á Íslandi af Brimborg ehf. færast nú yfir til Hertz á Íslandi en greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá Hertz
„Við erum gríðarlega ánægð með þessa yfirfærslu og erum spennt fyrir þeim tækifærum sem hún færir okkur,“ sagði Sigurður Berndsen, forstjóri Hertz á Íslandi. „Með því að bæta Dollar og Thrifty við okkar vörumerkjafjölskyldu getum við boðið viðskiptavinum enn fjölbreyttari þjónustu og úrval af bílaleigubílum, sem mun styrkja stöðu okkar á markaðnum og sérstaklega til erlendra ferðamanna.“
Hertz á Íslandi var stofnuð 1. apríl 1971 og er ein stærsta bílaleiga landsins. Með þessari aðgerð telur Hertz að fyrirtækið styrki enn frekar stöðu sína á íslenskum bílaleigumarkaði og eykur fjölbreytni í þjónustuframboði til viðskiptavina.
Komment