
Fyrirtækið var stofnað árið 1969Hefur átt hug og hjörtu margra í gegnum árin.
Mynd: Eldhúsgaldrar.is
Hinn sögufrægi matvælaframleiðandi Vilko, sem selur meðal annars bökunarvörur, súpur og krydd, heldur áfram að tapa háum fjárhæðum en Viðskiptablaðið greinir frá þessu.
Samkvæmt því tapaði Vilko 10 milljónum króna í fyrra en árið 2023 var tapið 32 milljónir. Vilko hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2017 og er uppsafnað tap á árunum síðan 86 milljónir króna.
Samkvæmt Viðskiptablaðinu voru rekstrartekjur Vilko árið 2024 383 milljónir en það er um 39 milljónum minni velta en árið 2023.
Ámundakinn og Kaupfélag Skagfirðinga eru stærstu hluthafar Vilko og eiga samtals rúm 57% í fyrirtækinu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment