Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur fyrir nokkur brot en mál hans voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Maðurinn var ákærður fyrir umferðarlagabrot og eignaspjöll, með því að hafa laugardaginn 26. apríl 2025 ekið bifreið sviptur ökurétti suður Hafnarfjarðarveg í Garðabæ, að Bárukinn í Hafnarfirði, þar sem ákærði lagði bifreiðinni og gekk á brott, en lögregla hafði afskipti af honum skömmu síðar og að hafa kastað járnstykki í bifreið með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á hlið bifreiðarinnar.
Þá var hann einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 10. júlí 2025, ekið bifreið sviptur ökurétti, gegn rauðu umferðarljósi á Bústaðavegi í Reykjavík, við Litluhlíð.
Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi játað brotin og að hann hafi ítrekað brotið umferðlög í gegnum árin. Hefur hann verið sviptur ökurétti sjö sinnum.
Hann var dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi og þarf greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 212.040 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti


Komment