Til sölu er glæsilegt tveggja hæða hús á eftirsóttri útsýnislóð í Mosfellsbæ sem sameinar vandaða aðalíbúð og arðbærar leigueiningar.
Aðalíbúðin spannar báðar hæðir hússins og er rúmgóð, vel skipulögð og hönnuð með þægindi og lífsgæði að leiðarljósi.
Gengið er inn á efri hæð þar sem er anddyri, gestasnyrting, hol, tvö svefnherbergi, stór og björt stofa/borðstofa, eldhús og búr. Neðri hæð aðalíbúðar býður upp á hol, tvö svefnherbergi, vel innréttað fataherbergi og baðherbergi, sem skapar notalegt og praktískt heimili fyrir fjölskyldu.
Auk aðalíbúðar eru þrjár sjálfstæðar minni íbúðareiningar, allar með sérinngangi: ein á efri hæð og tvær á neðri hæð. Um er að ræða tvær tveggja herbergja íbúðir og eina studioíbúð, sem gera eignina sérstaklega áhugaverða fyrir þá sem horfa til leigutekna samhliða eigin búsetu.
Hér er á ferðinni einstaklega falleg og fjölhæf eign á frábærum stað – kjörin kostur fyrir þá sem vilja sameina gæði, útsýni og örugga fjárfestingu.
Eigendurnir vilja fá 234.900.000 fyrir húsið.


Komment