1
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

2
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

3
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

4
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

5
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

6
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

7
Innlent

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás

8
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

9
Heimur

Ray J. segist vera dauðvona

10
Heimur

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham

Til baka

Áramótabjórinn hennar Dóru sprakk í 30 stiga frosti

„Við dóum ekki ráðalaus“

Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi
Dóra Björg Guðjónsdóttir borgarfulltrúiÆtlar að halda sig heima þessi áramót.

Nú styttist óðum í áramótin og ákvað Mannlíf að heyra í nokkrum frábærum einstaklingum um uppáhaldsáramót þeirra, hvort viðkomandi ætli að strengja áramótaheit og margt fleira.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem hefur upplifað áramót við frekar óvenjulegar aðstæður, svo vægt sé til orða tekið.

Hver eru þín eftirminnilegustu áramót?

Eftirminnilegustu áramótin eru áramót sem ég varði í Karasjok allra nyrðst í Noregi við finnsku landamærin. Í Karasjok búa samar og ég dvaldi hjá fjölskyldu norsks vinar míns sem er af samaættum. Eftir tveggja tíma snjósleðaferð á frosnu fljóti í 30 stiga frosti uppgötvuðum við á leiðarenda, þar sem við hugðumst fagna áramótum í litlum rafmagnslausum kofa lengst frá mannabyggðum, að allur bjórinn sem við höfðum meðferðis hafði sprungið og vorum við því að óbreyttu orðin vínlaus, sem ég ætla að viðurkenna að voru ákveðin vonbrigði. En við dóum ekki ráðalaus. Á meðan ég eldaði hamborgarhrygg, sykurbrúnaðar kartöflur og det hele með mjög einföldum eldunartækjum, fóru ferðafélagar mínir á stúfana á snjósleðunum og hugulsamir nágrannar á sveitabæ í um hálftíma fjarlægð sáu sjálfsagt aumur á þeim og gáfu sitthvað til áramótafagnaðarins okkar. Maturinn heppnaðist stórkostlega, en mér tókst reyndar að kveikja örlítið í borðplötu einni á meðan eldamennskunni stóð en það blessaðist sem betur fer. Við spiluðum heilmikið það kvöld, kjöftuðum út í eitt og vorum meira að segja með einhverja flugelda með í för.

Ætlar þú að strengja áramótaheit?

Við maðurinn minn hyggjumst taka upp svokallaðan hamingjusáttmála á ný sem við innleiddum eftir áramótin síðustu en sem fór svolítið forgörðum vegna flutninga og framkvæmda í sumar og haust. Hann gengur út á betri rútínu sem er jú eins og við vitum öll grunnurinn að hamingjunni, eins sexí og það hljómar. Að fara að jafnaði snemma upp í rúm og helst fyrir klukkan tíu því þá gefst góður tími til að lesa og spjalla og ná samt góðum og löngum svefni. Sérstaklega í ljósi þess að einn þriggja ára er ansi duglegur að koma sér á ról ansi árla morguns. Hluti af þessu er líka að hreyfa sig markvissara, enda gefur það góða orku inn í erilsama dagskrá og heldur stjórn á streitunni, sem getur verið nóg af. Einnig að afmarka ákveðinn tíma vikulega fyrir fjölskyldustundir. Nokkrar svona reglur sem skapa góðan ramma fyrir hversdaginn. Við vitum jú að það er hversdagurinn sem leggur grunn að púsluspili lífsins en ekki einhverjar flugeldasýningar og tilfallandi húllumhæ – þó það sé gaman að brjóta upp hversdaginn líka.

Hefur þú gert það áður?

Ég hef margoft ákveðið einhverjar lífstílsúrbætur og tekist vel upp með það, tekið þátt í veganúar nokkrum sinnum sem hefur átt það til að ílengjast fram á vor. Mér tekst yfirleitt vel upp með markmið sem ég set mér ef hugurinn er heilshugar með í því.

Hvað ætlar þú að gera um áramótin?

Planið er að vera með fjölskyldunni allri heima í Grafarvoginum góða og fagna fyrstu áramótunum okkar þar. Við ætlum að verja þeim með systur minni og hennar fjölskyldu og mömmu og pabba. Það er alltaf gott áramótapartí þar sem þessi hópur kemur saman, mikið glimmer, góður matur og trallað fram á nótt. Hver veit nema við skellum okkur á brennu en ég er alin upp við þá hefð. Áramótin eru tækifæri til að sleppa tökum á því gamla sem þjónar okkur ekki lengur og opna faðminn fyrir nýju sem þjónar okkur betur. Þess vegna er þetta alltaf gefandi stund, nýtt og skemmtilegt upphaf. Og það er það sannarlega hjá mér – enda komin í Samfylkinguna og framundan er prófkjör og kosningabarátta. Spennandi tímar í nýjum ham.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna
Menning

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl
Innlent

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham
Heimur

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum
Fólk

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

Jóhann hleypir aðdáendum á bakvið tjöldin
Myndband
Menning

Jóhann hleypir aðdáendum á bakvið tjöldin

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

Fólk

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum
Fólk

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum

„Þau hefðu haldið að ég væri einhver pervert.“
Selja einbýli með stórbrotnu útsýni
Myndir
Fólk

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

Ragga nagli varar við „földum faraldri“
Fólk

Ragga nagli varar við „földum faraldri“

Loka auglýsingu