1
Fólk

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar

2
Innlent

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn

3
Minning

Stefán Þórðarson er látinn

4
Heimur

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar

5
Menning

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“

6
Innlent

„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“

7
Innlent

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli

8
Innlent

Gríni tekið af mikilli alvöru fyrir utan skemmtistað

9
Innlent

Eldri borgari prettaður

10
Innlent

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð

Til baka

Boða mótmæli gegn fangabúðum á Íslandi

„Hvenær er nóg komið? Nóg ofbeldi? Nægur rasismi?“

Fólk stillir sér upp fyrir mynd á Austurvelli
AusturvöllurMótmælin eru fyrirhuguð 9. september
Mynd: Víkingur

Samtökin No Borders Iceland hafa boðað til mótmæla á Austurvelli þriðjudaginn 9. september klukkan 13:30, þegar Alþingi kemur aftur saman eftir sumarfrí. Tilefnið eru áform ríkisstjórnarinnar og dómsmálaráðherra Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur um að koma á fót fangabúðum fyrir fólk á flótta, þar á meðal börn, að sögn samtakanna.

Í yfirlýsingu samtakanna segir að málsmeðferð umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi hafi „um langa tíð einkennst af áralöngum töfum og niðurlægjandi meðferð sem brýtur gegn mannlegri reisn fólks“. Bent er á að einstaklingar sem hafi lifað af stríð, þjóðarmorð eða mansal séu látnir bíða árum saman eftir niðurstöðu, í andstöðu við bæði íslensk og alþjóðleg lög.

Áform dómsmálaráðherra um að koma á fót „fangabúðum“ hafa verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum, þar á meðal UNICEF á Íslandi, Barnaheillum, Þroskahjálp og ÖBÍ. Samtökin vara sérstaklega við því að börn og fatlað fólk verði vistað þar, sem þau telja brjóta í bága við alþjóðlega sáttmála.

„Hvenær er nóg komið? Nóg ofbeldi? Nægur rasismi?“ spyr No Borders Iceland í yfirlýsingu sinni og segir skilaboðin frá stjórnvöldum skýr: „Fólk á flótta er ekki velkomið.“

Mótmælendur setja fram þrjár skýrar kröfur:

  1. Tafarlausa afgreiðslu mála sem hafa tafist lengi.
  2. Efnismeðferð og réttláta málsmeðferð fyrir alla umsækjendur, án mismununar.
  3. Að hvorki börn, fatlað fólk né annað fólk á flótta verði vistað í fangabúðum.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Komum saman á Austurvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 13:30 þegar þingsetning hefst og mótmælum ómannúðlegri stefnu stjórnvalda í málefnum fólks á flótta!

Um langa tíð hefur málsmeðferð umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi einkennst af áralöngum töfum og niðurlægjandi meðferð sem brýtur gegn
mannlegri reisn fólks. Fólk sem hefur lifað af hrylling á borð við þjóðarmorð, pólitískar
ofsóknir, stríð eða mansal ásamt hættulegum flóttaleiðum er látið bíða árum saman eftir niðurstöðu — í andstöðu við bæði íslensk og alþjóðleg lög.

Nú hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, kynnt áform sín um að koma á fót fangabúðum ætluðum fullorðnu fólki og börnum á flótta. Áform þessi hafa verið harðlega gagnrýnd af UNICEF á Íslandi, Barnaheillum, Þroskahjálp og ÖBÍ, sem vara við alvarlegri afturför í mannréttindum — einkum þegar börn og fatlað fólk verður vistað þar í andstöðu við alþjóðlega sáttmála.

Hvenær er nóg komið? Nóg ofbeldi? Nægur rasismi? Skilaboðin eru skýr. Fólk á flótta er ekki velkomið og íslensk stjórnvöld halda áfram að sýna
það í verki.

Kröfur mótmælenda:

  1. Tafarlaus afgreiðsla mála sem hafa tafist alltof lengi.
  2. Efnismeðferð og réttlát málsmeðferð fyrir alla — þá sérstaklega í viðtölum og mati á gögnum, án mismununar eða neikvæðra forsendna.
  3. Hvorki börn, fatlað fólk né nokkuð annað fólk á flótta verði vistað í fangabúðum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ómarktæk aðför að Silju Báru
Slúður

Ómarktæk aðför að Silju Báru

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli

Guðrún Björk Kristmundsdóttir er látin
Minning

Guðrún Björk Kristmundsdóttir er látin

Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði
Innlent

Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“
Menning

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar
Heimur

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn
Innlent

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar
Fólk

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð
Innlent

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð

„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“
Innlent

„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“

Innlent

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Mögulegt mansal stoppað á Keflavíkurflugvelli

14 einstaklingar voru stöðvaðir með fölsuð skilríki
Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð
Innlent

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð

Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði
Innlent

Þjófur gripinn glóðvolgur í Hafnarfirði

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn
Innlent

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn

Loka auglýsingu