
Drónabann verður í gildi í Danmörku frá mánudegi til föstudags, en þetta er gert til að tryggja öryggi á meðan leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn í höfuðborginni Kaupmannahöfn.
Búið er að koma fyrir færanlegri ratsjárstöð á svæði danska hersins á Amager í Kaupmannahöfn í þeim tilgangi að fylgjast með drónaflugi.
Kemur fram á RÚV að ólöglegt verði að fljúga drónum í lofthelgi Dana frá mánudegi til föstudags, en frá þessu greindi Thomas Danielsen, sem er samgönguráðherra Dana, í dag.
Alla síðustu viku hafa torkennilegir drónar innan danskrar lofthelgi ógnað flugumferð og var Kastrup-flugvelli lokað í fjórar klukkustundir á mánudag; vegna dróna og hafa drónar sést við aðra flguvelli í Danmörku; seinast við herflugvöll á Jótlandi í gær.
Enn er ekki víst hvaðan drónarnir koma, eða hvert þeir fóru, en samantekt Danielsen segir það ekkert leyndarmál að síðustu dagana hafi tilkynningum um drónaflug hreinlega rignt inn, sem hafi aukið álag á lögreglu að þurfa að yfirfara allar tilkynningarnar sem bárust.
Leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn í Kaupmannahöfn á miðvikudag og samgönguráðherrann danski segir að lögreglan í Danmörku þurfi að geta einbeitt sér að þeim fundi.
Kemur fram að bannið nær ekki til hersins né lögreglu.
Komment