1
Fólk

Ragga nagli varar við „földum faraldri“

2
Innlent

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi

3
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum

4
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

5
Fólk

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni

6
Heimur

Lík ungs ferðamanns fannst á Lanzarote

7
Innlent

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina

8
Innlent

Helgi neitar að hafa brotið kynferðislega gegn barni en játar á sig vændiskaup

9
Innlent

Saka dómsmálaráðherra um lygar í máli rússneskrar fjölskyldu

10
Fólk

Glúmur fagnar hopi jökla

Til baka

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

Jens Garðar Helgason vill senda Palestínumenn aftur til Gaza.

Alþingi óundirbúnar fyrirspurnir - Jens Garðar
Jens Garðar HelgasonVaraformaður Sjálfstæðisflokksins olli úlfúð vegna orða sinna
Mynd: Víkingur

Ummæli Jens Garðars Helgasonar, varaformann Sjálfstæðisflokksins um Palestínumenn sem fengið hafa hæli hér vegna þjóðarmorðsins á Gaza, hafa vægast sagt vakið mikla reiði á samfélagsmiðlunum.

Í umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra spurði Jens Garðar eftirfarandi spurningu:

„Hvað með þá Palestínumenn sem hafa komið hér? Nú er kominn friður í Palestínu. Það er verið að skipa svokallaða uppbyggingarnefnd fyrir Gaza. Er ekki kominn tími á að þeir Palestínumenn sem hingað komu fari heim aftur til þess að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem er framundan þar.“

Facebook fylltist í kjölfarið af færslum þar sem fólk lýsti ýmist yfir furðu eða reiði vegna ummæla Jens enda er ástandið á Gaza ennþá skelfilegt, þar sem 80% atvinnuhúsnæða eru eyðilögð, 88% skólabygginga eru rústir einar og næstum öll heimili hafa verið sprengd, samkvæmt opinberum tölum Sameinuðu þjóðanna. Þá gera Ísraelar daglega árásir á borgara Gaza, þrátt fyrir vopnahlé.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir í sinni færslu að honum finnist leiðinlegt þegar fólk á Alþingi talar um eitthvað sem það hefur ekki vit á.

„Mikið er leiðinlegt að heyra fólk tala úr ræðustóli Alþingis um hluti sem það hefur ekki vit á eða hefur ekki nennt að kynna sér. Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

Fjölmargir skrifa athugasemdir við færslu Egils en þar má meðal annars nefna söngvarann Pálma Gunnarsson sem stingur upp á að Jens verði boðið í heimsókn á Gaza.

„Ég mæli með að Jens Garðari verði boðið á Gazasvæðið til að kynna sér málið. Augljóslega veit hann ekkert í sinn haus þegar kemur að ástandinu fyrir botni Miðarjarðarhafs. Hann gæti tekið Snorra og Sigmund Davíð með sér.“

Gauti B. Eggertsson hagfræðiprófessor tjáir sig einnig undir færslu Egils og segir sorglegt að sjá Sjálfstæðisflokkinn elta Miðflokkinn í leit að atkvæði.

„Dapurlegt að sjá helstu stjórnmálaflokka landsins elta Miðflokkinn í von um atkvæði. Jafnaðarmenn farinn í eltingarleikinn eins og aðrir. Sorglegra en tárum taki. Einhverskonar MAGA-væðing íslenskra stjórnmála.“

Auður Jónsdóttir rithöfundur er heldur stuttorðari í sinni athugasemd við færslu Egils:

„Móður i mannvitsbrekkunni - ævisaga Jens Garðars.“

Stærðfræðingurinn og samfélagsrýnirinn Einar Steingrímsson skrifaði einnig færslu á Facebook og var heldur harðorðari en Egill:

„Stundum er bara ekki eðlilegt að vera kurteisari en þetta: Er maðurinn fáviti? Eða drullusokkur?“

Uppgjafaprófessorinn Eiríkur Rögnvaldsson tjáði sig líka í færslu nú í morgun um ummæli Jens Garðars og skefur ekkert af því. Segir hann orð þingmannsins „eitthvað það ómerkilegasta og fyrirlitlegasta sem komið hefur frá íslenskum stjórnmálamanni í seinni tíð.“

Eiríkur Rögnvaldsson

„Þetta er eitthvað það ómerkilegasta og fyrirlitlegasta sem komið hefur frá íslenskum stjórnmálamanni í seinni tíð. Það hefur verið í öllum fréttum að Gasa er gersamlega í rúst. Búið er að sprengja meginhluta íbúðarhúsa þannig að fólk - það sem eftir lifir - hefst við í skjóllitlum tjöldum í vetrarkuldanum. Heilbrigðiskerfið hrunið, sem og skólakerfið og aðrir innviðir. Ísrael lokar svæðinu, heldur því í heljargreipum, takmarkar flutning matvæla og hjálpargagna inn á svæðið og drepur þar fólk á hverjum degi þrátt fyrir "vopnahlé".
Við þær aðstæður telur varaformaður Sjálfstæðisflokksins að kominn sé "friður í Palestínu" og finnst "kominn tími á að þeir Palestínumenn sem hingað komu, að þeir fari heim aftur til þess að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem er fram undan þar".
Þetta er mannvonska. Það er ekki hægt að kalla það neitt annað.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

„Það er mér heiður og gleði“
Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

Jóhann hleypir aðdáendum á bakvið tjöldin
Myndband
Menning

Jóhann hleypir aðdáendum á bakvið tjöldin

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás
Innlent

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi
Innlent

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi

Strákarnir okkar komnir í undanúrslit
Sport

Strákarnir okkar komnir í undanúrslit

Helgi neitar að hafa brotið kynferðislega gegn barni en játar á sig vændiskaup
Innlent

Helgi neitar að hafa brotið kynferðislega gegn barni en játar á sig vændiskaup

Nítján ára áhrifavaldur skotinn til bana í Íran
Myndband
Heimur

Nítján ára áhrifavaldur skotinn til bana í Íran

Jarþrúður þarf að glíma við Bændasamtökin
Pólitík

Jarþrúður þarf að glíma við Bændasamtökin

Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

Ráðuneytið borgaði brúsann
Siv Friðleifsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram
Pólitík

Siv Friðleifsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

Jarþrúður þarf að glíma við Bændasamtökin
Pólitík

Jarþrúður þarf að glíma við Bændasamtökin

„Rosalega er þetta slappt“
Pólitík

„Rosalega er þetta slappt“

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum

Loka auglýsingu