Hlaðvarpið Tvær taktlausar hefur verið að fá meiri og meiri athygli fyrir gleði og húmor en þáttastjórnendur eru þær Íris Kristín Smith, grunnskólakennari og grínisti, og Kristín Viðarsdóttir, kjarnastjóri á leikskóla.
Í nýjasta þættinum er umfjöllunarefnið „hot takes“ sem mætti þýða sem umdeildar skoðanir og greina þær báðar frá skoðunum sínum sem þær telja að séu nokkuð umdeildar.
Eitt af því sem þær ræða í þættinum er óþol á Helga Björns sem þær þjást báðar af.
Brot úr þættinum
Íris Kristín: Hot take, sko það er algjörlega komið með nóg af Helga Björns
Kristín: Á ég að segja þér hvenær ég fékk nóg af honum? Þegar ég var 19 ára og var í Stjörnunni og við vorum í stigasöfnunarleik og eitt stigið var að fá mynd með frægum. Hver labbar á móti mér á Laugaveginum annar en maðurinn sjálfur?
Íris Kristín: Jújú.
Kristín: Ég segi: Hey, má ég fá mynd. Hann sagði: Já, flýttu þér þá. Ég var bara „Excuse me?“
Íris Kristín: Hann er frægur, þú ert ekkert að fara trufla hann.
Kristín: Eftir það þá var ég „Gamli, þú færð enga hlustun frá mér kallinn minn“
Íris Kristín: Hvernig dettur þér samt í hug að trufla manninn? Þú verður að vera snögg.
Kristín: Reyndar þegar þú segir þetta þá var þetta örugglega frekar snemma á laugardagsmorgni.
Íris Kristín: Já en er samt dónalegt.
Kristín „Flýttu þér,“ ég var nú bara: „Hvað helduru að ég sé lengi að taka þessa einu mynd.“ Þetta var selfie.
Íris Kristín: Ég man bara í Covid þegar þetta byrjaði fyrst, þetta Heima með Helga og Sölku. Þetta er alveg kósý, svo þegar það var þáttur 145 hélt ég að ég myndi urlast. Að þurfa vera heim og þetta var eina sem var í sjónvarpinu, Helgi Björns að fá einhverja gesti. Núna er hann með tónleika sem heita eitthvað Heimajól með Helga Björns og ég bara eitthvað „Hættu“.


Komment