1
Menning

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen

2
Fólk

Eru komnar með nóg af Helga Björns

3
Heimur

Hátt í 100 veiktust af nóró-veiru á jólahlaðborði

4
Heimur

Bresk fjölskylda reyndi að koma látinni konu í flug

5
Fólk

„Tvær drottningar sem fæla burt allt jólastressið“

6
Menning

Seiðmagnaðir Jülevenner-tónleikar Emmsjé Gauta

7
Heimur

Baba Vanga spáir vitundarvakningu árið 2026

8
Innlent

Hlynur nefbraut mann á hárgreiðslustofu

9
Innlent

Kópavogsbúi dæmdur fyrir stórfurðulegt vopnasafn

10
Fólk

„Ég vil byggja eitthvað sem Ísland getur verið stolt af“

Til baka

Girnd á leiðinni undir jólatréð

Þóra Sveinsdóttir gefur út aðra bókina í þríleik sínum um Emmu, Þóreyju og Pál

Þóra Sveinsdóttir
Þóra SveinsdóttirÚt er komin önnur bók Þóru, Girnd
Mynd: Víkingur

Þóra Sveinsdóttir gefur út sína aðra skáldsögu fyrir þessi jól en hún er sjálfstætt framhald af fyrstu bókinni hennar, sem kom út fyrir síðustu jól.

Nýja bók Þóru ber heitið Girnd en í fyrra kom út bókin SJÚK sem vakti verðskuldaða athygli.

Þóra Sveinsdóttir
Mynd: Víkingur

Það er útgáfufélag Þóru og eiginmanns hennar, Dagbjarts Pálssonar, EDU eða European Digital University sem gefur bókina út og fæst hún í öllum helstu bókabúðum landsins.

Að sögn Þóru eru sömu grunnkarakterarnir í báðum bókununum, og eins og sálfræðingurinn Emma og rannsóknarmennirnir Þórey og Páll.

„Girnd er önnur bókin í þríleik sem ég er að vinna með og vonandi kemur þriðja bókin út um næstu jól. Hún tók mig út fyrir landsteinana, til Grænlands sem er ekki algengur viðkomustaður Íslendinga þó svo um nágrannaþjóð sé að ræða,“ segir Þóra í samtali við Mannlíf.

Þóra Sveinsdóttir
Mynd: Víkingur

Segir hún að bókin hafi gefið þeim hjónum tækifæri á að heimsækja Grænland.

„Þar sem Grænland fléttaðist inn í söguna gaf það okkur hjónum gott tækifæri til að heimsækja það land sem við gerðum með systur minni og hennar manni en Grænland var á fötulista okkar allra. Dásamlegt land sem kom skemmtilega á óvart.“

En fyrir hverja er bókin Girnd?

„Bókin er fyrir alla sem hafa aldur til að lesa glæpa- og spennusögur. Það er talað um að lestur sé að dragast saman hér á landi en ég verð ekki svo mikið vör við það. Ég er búin að fá að heyra frá mörgum sem ekki hafa lesið í langan tíma að þeir hafi byrjað á bókinni minni og ekki getað hætt fyrr en þeir voru búnir með hana.“

Þóra segist skrifa á mannamáli og notist ekki mikið við „orðskrum“.

„Ég held ég geti sagt að ég skrifi á mannamáli, það er ekki mikið um orðskrum. Minnir kannski svolítið á talað mál. Ég reyni að höfða til flestra með því að hafa fullt af allskonar í bókunum. Þar blanda ég saman húmor, spennu, mannlegum freistingum og breyskleika. Einnig lauma ég mínum pælingum inn eins og með persónuleikakenninguna og jafnrétti kynjanna. Og svo er ég með í báðum bókunum vísbendingar, litlar vísbendingar sem vísa í áttina að morðingjanum.“

Þóra Sveinsdóttir
Mynd: Víkingur

Rithöfundurinn segist hafa verið komin á síðasta sjens að klára bókina fyrir jólin en með með þrautsegju hafi það náðst og nú er hún jafnvel byrjuð á þriðju bókinni.

„Ég var orðin mikið tæp á að ná Girnd fyrir þessi jól. Var alveg að gefa frá mér að ná því þegar ég settist niður og stóð aðeins upp fyrir klósettferðir og náði þannig að klára korteri fyrir lokun. Ég hélt að ég myndi hvíla skriftir um leið og ég afhenti handritið til prentunar. Ég var hinsvegar komin á svo mikið flug að ég varð að skrifa mig niður. Tveimur dögum eftir að ég afhenti væntanlega bók byrjaði ég á þeirri þriðju sem á að vera lokabókin í þríleiknum með Emmu, Þóreyju og Páli.“

Segist Þóra vonast til að skrifa meira þó hún viti ekki alveg hvort það verði fleiri glæpasögur.

„Vonandi held ég áfram að skrifa en það er ekki víst að það verði glæpasögur. Það er hellingur sem er að gerjast í mér en það á allt eftir að koma í ljós.“

En hvernig hafa viðbrögðin verið?

„Þegar bók kemur út er ómögulegt að vita hvort fólki líkar við hana eða ekki. Þess vegna er gott þegar fólk lætur mann vita hvað því fannst um söguna. Sérstaklega þegar það eru góðir dómar. Að sjálfsögðu les maður það sem fólk skrifar í kommentakerfunum eins og Facebook síðum, á Storytel og fleiri stöðum.“

Segir hún fyrstu bókina, SJÚK hafa fengið afar ánægjulega dóma og að nýja bókin fari vel af stað.

„Bókin SJÚK hefur fengið mjög góða dóma og gengið vel. Ég hef fengið fullt af kommentum sem öll hafa verið jákvæð.

Það er kannski fullsnemmt að segja hvernig Girnd gangi en hún virðist seljast vel núna strax í byrjun og þeir dómar sem ég hef fengið hingað til hafa verið jákvæðir svo ég get ekki annað en brosað hringinn.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu
Myndir
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

Pálmar Ólason hannaði þetta glæsilega hús
Ingibjörg hæfari en Eiríkur Elís
Innlent

Ingibjörg hæfari en Eiríkur Elís

Ungur mótorhjólamaður lést eftir árekstur á Kanarí
Heimur

Ungur mótorhjólamaður lést eftir árekstur á Kanarí

Hátt í 100 veiktust af nóró-veiru á jólahlaðborði
Heimur

Hátt í 100 veiktust af nóró-veiru á jólahlaðborði

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen
Menning

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen

Kæst skata til vandræða hjá íslenskri fjölskyldu í Hollandi
Innlent

Kæst skata til vandræða hjá íslenskri fjölskyldu í Hollandi

Lokað fyrir bílaumferð í Fossvogskirkjugarði á aðfangadag
Innlent

Lokað fyrir bílaumferð í Fossvogskirkjugarði á aðfangadag

Hlynur nefbraut mann á hárgreiðslustofu
Innlent

Hlynur nefbraut mann á hárgreiðslustofu

Baba Vanga spáir vitundarvakningu árið 2026
Heimur

Baba Vanga spáir vitundarvakningu árið 2026

Seiðmagnaðir Jülevenner-tónleikar Emmsjé Gauta
Myndir
Menning

Seiðmagnaðir Jülevenner-tónleikar Emmsjé Gauta

Kópavogsbúi dæmdur fyrir stórfurðulegt vopnasafn
Innlent

Kópavogsbúi dæmdur fyrir stórfurðulegt vopnasafn

Reis hátt upp úr röð áfalla og reynir að hjálpa
Viðtal
Menning

Reis hátt upp úr röð áfalla og reynir að hjálpa

Bresk fjölskylda reyndi að koma látinni konu í flug
Heimur

Bresk fjölskylda reyndi að koma látinni konu í flug

Menning

Girnd á leiðinni undir jólatréð
Viðtal
Menning

Girnd á leiðinni undir jólatréð

Þóra Sveinsdóttir gefur út aðra bókina í þríleik sínum um Emmu, Þóreyju og Pál
Leyndarmál sem varð að listsýningu
Viðtal
Menning

Leyndarmál sem varð að listsýningu

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen
Menning

Emmsjé Gauti svarar dómi Jónasar Sen

Seiðmagnaðir Jülevenner-tónleikar Emmsjé Gauta
Myndir
Menning

Seiðmagnaðir Jülevenner-tónleikar Emmsjé Gauta

Reis hátt upp úr röð áfalla og reynir að hjálpa
Viðtal
Menning

Reis hátt upp úr röð áfalla og reynir að hjálpa

Fólk skammaðist sín
Viðtal
Menning

Fólk skammaðist sín

Loka auglýsingu