1
Pólitík

Dóru Björt hótað vegna „Græna gímaldsins“

2
Heimur

DJ Fat Tony segir frá því sem raunverulega gerðist í Beckham-brúðkaupinu

3
Heimur

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman

4
Innlent

Sölumaður dauðans staðinn að verki við Landakotskirkju

5
Innlent

Stjörnufullur maður valdur að umferðarslysi

6
Fólk

Selja einstaklega áhugavert hús í Garðabæ

7
Heimur

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið

8
Minning

Kristinn Svavarsson er fallinn frá

9
Pólitík

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“

10
Pólitík

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur

Til baka

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump

„Hefur nokkur verið fáfróðari í sögu Bandaríkjanna?“

Harrý prins
Harrý BretaprinsPrinsinn umdeildi er afar ósáttur við Trump
Mynd: AFP

Harrý Bretaprins er meðal þeirra sem er æfur út í Bandaríkjaforseta vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við Fox News.

Donald Trump segir að Bandaríkin hafi aldrei þurft á hjálp Breta að halda í stríðinu í Afganistan. Ummælin lét hann falla í viðtali við Fox News á fimmtudag, þar sem hann sagði jafnframt að hann treysti því ekki að NATO myndi „vera til staðar“ ef Bandaríkin þyrftu á varnarsamstarfinu að halda.

Á sama tíma fullyrti Trump að Bandaríkin hefðu aldrei þurft hernaðaraðstoð frá neinu NATO-ríki.

„Þeir segja að þeir hafi sent hermenn til Afganistan. Það gerðu þeir, þeir héldu sig aðeins aftar, aðeins fyrir aftan víglínuna,“ sagði forsetinn í viðtalinu.

Ummælin hafa vakið mikla reiði meðal stjórnvalda og samtaka fyrrverandi hermanna, einkum í Bretlandi, sem sendi fjölmennt herlið til stuðnings Bandaríkjunum í stríðinu í Afganistan. Alls féllu 457 breskir hermenn í aðgerðunum.

Keir Starmer: „Móðgandi og viðbjóðsleg ummæli“

Forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, sagði í gær að orð Trumps væru „móðgandi“ og „hreint út sagt viðbjóðsleg“.

„Ég er ekki hissa á því að þau hafi valdið miklum sársauka hjá ástvinum þeirra sem féllu eða slösuðust,“ sagði Starmer í samtali við Sky News og bætti við að hann teldi Trump eiga að biðjast afsökunar.

Stuðningsmaður Trumps, Nigel Farage, leiðtogi hægriöfgaflokksins Reform UK, gagnrýndi einnig forsetann.

„Donald Trump hefur rangt fyrir sér. Fyrir 20 árum börðust vopnaðar sveitir okkar hugrakkar hlið við hlið með Bandaríkjunum í Afganistan,“ skrifaði Farage á X.

Harrý Bretaprins, sem sjálfur barðist í Afganistan, sagði í yfirlýsingu að fórnir Breta ættu skilið að vera ræddar „af virðingu“.

„Ég þjónaði þar. Ég eignaðist vini fyrir lífstíð þar. Og ég missti vini þar,“ skrifaði hann og bætti við að hann teldi Trump skulda afsökunarbeiðni.

Gagnrýni víða um Evrópu

Gagnrýnin hefur einnig breiðst út utan Bretlandseyja. Danski þingmaðurinn Rasmus Jarlov, formaður varnarmálanefndar danska þingsins, svaraði Trump með myndbandi af dönskum hermönnum í bardögum gegn Talibönum í Afganistan.

Danmörk missti 44 hermenn í stríðinu, sem er eitt hæsta hlutfall mannfalls miðað við íbúafjölda meðal NATO-ríkja sem tóku þátt í aðgerðinni.

„Hefur nokkur verið fáfróðari í sögu Bandaríkjanna?“ skrifaði Jarlov á X.

Forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, gagnrýndi einnig ummæli Trumps.

„22. desember 2011 var ég viðstaddur kveðjuathöfn fyrir fimm fallna pólska hermenn í Ghazni í Afganistan. Bandarískir liðsforingjar sem voru með mér þá sögðu að Bandaríkin myndu aldrei gleyma pólsku hetjunum,“ skrifaði Tusk á X.

„Kannski geta þeir minnt Trump forseta á þá staðreynd,“ bætti hann við.

Margir stjórnmálamenn og aðstandendur fallinna hermanna þrýsta nú á Keir Starmer að krefjast afsökunarbeiðni. Í upptöku, þar sem hann hljómar „sannarlega reiður“ að sögn BBC, segir hann:

„Ummæli Trump forseta eru móðgandi og hreint út sagt viðbjóðsleg. Hefði ég sagt eitthvað álíka, hefði ég hiklaust beðist afsökunar.“

Hvíta húsið hefur hins vegar svarað gagnrýninni með því að segja að „Trump forseti hefur rétt fyrir sér“.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný
Heimur

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný

„Þetta gerir okkur öllum sem elskuðum Hunter kleift að halda áfram með hreina samvisku.“
Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife
Heimur

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife

Unglingur mætti með rafmagnsvopn í partý
Innlent

Unglingur mætti með rafmagnsvopn í partý

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“
Ný frétt
Pólitík

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið
Heimur

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur
Pólitík

Heiða Björg man ekki eftir að hafa sent skilaboð um Pétur

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum
Myndband
Heimur

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman
Heimur

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman

JD Vance ver handtöku fimm ára hælisleitanda
Heimur

JD Vance ver handtöku fimm ára hælisleitanda

Logi og Gillz í Samfylkinguna
Slúður

Logi og Gillz í Samfylkinguna

Heimur

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný
Heimur

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný

„Þetta gerir okkur öllum sem elskuðum Hunter kleift að halda áfram með hreina samvisku.“
Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman
Heimur

Finnskum manni haldið í glugga- og salernislausum kjallara áratugum saman

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife
Heimur

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump
Heimur

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið
Heimur

Breskur ferðalangur lést þegar hann fékk stól í höfuðið

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum
Myndband
Heimur

Farþega hent úr flugi ásamt tveimur bolabítum

Loka auglýsingu