1
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

2
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

3
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

4
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

5
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

6
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

7
Fólk

Íris fagnaði áramótum á klósettinu

8
Innlent

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum

9
Innlent

Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði

10
Fólk

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum

Til baka

Íris fagnaði áramótum á klósettinu

„Það var þvílíkt ævintýri“

Íris og Kristín - Tvær Taktlausar
Íris Kristín Smith grínistiHefur heldur betur lent í ýmsu um áramótin.
Mynd: Víkingur

Nú styttist óðum í áramótin og ákvað Mannlíf að heyra í nokkrum frábærum einstaklingum um uppáhaldsáramót þeirra, hvort viðkomandi ætli að strengja áramótaheit og margt fleira

Íris Kristín Smith, grínisti og hlaðvarpsþáttastjórnandi, er fyrst en hún hefur heldur betur upplifað óvenjuleg áramót.

Hver eru þín eftirminnilegustu áramót?

Mín eftirminnilegustu áramót eru líklegast þegar 2020 gekk í garð. Ég varð óvænt mjög veik í maganum á miðnætti og fagnaði nýju ári á klósettinu. 1. janúar vaknaði ég með gin- og klaufa veikina, enginn annar nema ég var veikur. Síðan stuttu seinna kom Covid og við vitum hvernig það ævintýri endaði. Ekki mín uppáhalds áramót en klárlega eftirminnileg.

Lumar þú á góðri áramótasögu?

Áramótin 2016 þá vorum við um kvöldið vorum við að sprengja köku sem fer á hliðina. Skotin úr kökunni fóru í allar áttir og við þurftum að fela okkur bakvið bíla á meðan þetta gekk yfir. Eftir þetta hef ég verið frekar hrædd við flugelda. Eftir matinn skelltum við okkur á Hvíta riddarann í Mosó á áramótaball. Það var þvílíkt ævintýri, fyrsta sinn sem ég fór á áramótaball og það var rosalegt partý. Ég mun aldrei gleyma því þegar það voru gaurar að slamma við lagið Killing in the Name Of og slamma hausnum í glasið hjá stelpu sem var ný búin að kaupa sér bjór. 

Ætlar þú að strengja áramótaheit?

Ég er ekki oft að strengja áramótaheit en markmiðið er að vera með uppistand á árinu og halda áfram að hafa gaman og prófa nýja hluti.

Hefur þú gert það áður?

Eitt af mínum uppáhalds áramótaheitum er þegar ég ákvað að prófa eitthvað nýtt í hverjum mánuði í heilt ár og það gekk ótrúlega vel. Ég fór á allskonar námskeið og prófaði fullt af nýjum hlutum sem ég hefði líklegast aldrei gert. Mæli með, ótrúlega skemmtilegt áramótaheiti.

Hvað ætlar þú að gera um næstu áramót?

Planið um áramótin er að vera með fjölskyldunni, borða góðan mat og horfa á skaupið. Áramótin verða mun rólegri þegar maður eignast börn þannig það er bara að njóta með stelpunum mínum og hafa gaman.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum
Myndir
Fólk

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum

Svo er auka íbúð í kjallara sem er alltaf plús
Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði
Innlent

Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum
Innlent

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum

Gleðileg jól kæru lesendur
Innlent

Gleðileg jól kæru lesendur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Fólk

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum
Myndir
Fólk

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum

Svo er auka íbúð í kjallara sem er alltaf plús
„Ég vil byggja eitthvað sem Ísland getur verið stolt af“
Viðtal
Fólk

„Ég vil byggja eitthvað sem Ísland getur verið stolt af“

Íris fagnaði áramótum á klósettinu
Fólk

Íris fagnaði áramótum á klósettinu

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu
Myndir
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu
Myndir
Fólk

Selja einbýli við framkvæmdastjóragötu

Eru komnar með nóg af Helga Björns
Fólk

Eru komnar með nóg af Helga Björns

Loka auglýsingu