Samfélagsmiðlastjarnan og bakarinn Linda Benediktsdóttir, betur þekkt sem Linda Ben, hefur ákveðið að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast betur með störfum sínum.
Linda hefur ákveðið að opna fyrir áskriftaðgang á Patreon og munu fylgjendur Lindu fá efni sem hún myndi ekki að öðru leyti deila. Hefur hún nefnt það Leyndarmál Lindu.
Meðal þess sem Linda mun birta eru
- Hæg og ítarleg uppskriftamyndbönd sem auðvelt er að fara eftir
- Vikumatseðlar
- Innkaupalisti
Þá mun hún birta nýjar uppskriftir sem aðeins áskrifendur hafa aðgang að.
Vel hefur gengið hjá Lindu á undanförnum árum en hún gaf út bókina Kökur fyrir nokkrum árum sem sló heldur betur í gegn og þá hefur hún einnig gert sjónvarpsþátt sem sýndur var á Stöð 2 fyrir jólin 2024.
Eiginmaður Lindu er Ragnar Einarsson en hann starfar sem forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans og saman eiga þau tvö börn.


Komment