Á eftirsóttum í Reykjavík er að finna þessa einstaklega glæsilegu og vel skipulögðu íbúð sem býður upp á lúxus, rými og einstakt útsýni.
Úr lyftu er gengið beint inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og sérsmíðuðum eikarfataskápum. Þaðan er bæði gengið um glerhurð inn í íbúðina sem og beint út á um 45 fm verönd til vesturs sem býður upp á frábæra útivistaraðstöðu.
Stofa og eldhús mynda eitt stórt og bjart alrými með eikarparketi á gólfum. Stofan er með mikilli lofthæð og bogadregnum gólfsíðum gluggum til norðurs og austurs sem veita stórbrotið sjávarútsýni og mikla birtu. Úr stofunni er einnig útgengt á litlar svalir til austurs.
Íbúðin býður upp á rúmgott barnaherbergi með parketi og plássgóðum speglafataskápum, auk stórs hjónaherbergis með parketi og miklum eikar- og speglafataskápum. Úr hjónaherbergi er útgengt bæði á svalir til vesturs og út á veröndina sem snýr til vesturs og norðurs.
Íbúðin er 117.5m² að stærð og vilja eigendurnir fá 161.900.000 fyrir hana.


Komment