
Móðir Jay Slater, Debbie Duncan, hefur harðlega gagnrýnt nýtt og undarlegt myndband sem tekið var af Stephen Roccas, einum síðasta manni sem sá son hennar á lífi. Myndbandið var tekið fyrir utan sumarbústaðinn þar sem Jay sást síðast á lífi og lýsir hún því sem „sjúku“.
Sjá einnig: Lík Jay Slater líklega fundið: „Krufning og réttarrannsóknir munu fylgja í kjölfarið“
Myndbandið, sem Roccas, betur þekktur sem Rocky, birti á samfélagsmiðlum, hefur vakið mikla reiði. Hann snéri nýlega aftur til Tenerife, þar sem Jay lést í júní 2024, og tók níu sekúndna myndband fyrir utan leiguhúsið í Masca, afskekktu fjallasvæði á eyjunni.

Í myndbandinu, þar sem Roccas er í West Ham-treyju, snýr hann myndavélinni að sama fjallalandslagi og hinn 19 ára gamli Jay horfði á rétt áður en hann hvarf. Hann bætti aðeins við textanum „útsýni“ ásamt tveimur eld-tjáknum og einu fjalla-tjákni. Birtingin kemur innan við sex vikum eftir að hann neitaði að gefa vitnisburð við rannsókn dánarorsakar Jay, sem komst að þeirri niðurstöðu að um slysa hefði verið að ræða. Nokkrum sinnum var reynt að afhenda honum vitnastefnu en hann neitaði að mæta.
Eftir myndbandsbirtinguna hefur Roccas sætt harðri gagnrýni. Einn notandi á samfélagsmiðlum skrifaði: „Hvað ertu að reyna að sanna, Rocky? Þetta er ósmekklegt,“ en annar bætti við: „Þetta er frekar sjúkt.“
Í samtali við fjölmiðla spurði Debbie Duncan:
„Hvað er hann að reyna að gera? Nudda þessu framan í okkur? Af hverju fór hann þangað aftur? Til hvers? Hvað er hann að reyna að sanna? Ég skil þetta ekki. Ég hefði viljað spyrja hann nokkurra spurninga en get það ekki núna, rannsókninni er lokið. En ég vil virkilega vita hvers vegna hann fór aftur þangað. Ég vona að fólk fari að spyrja hann spurninga. Þetta síðasta ár hefur verið helvíti fyrir okkur.“
Síðasta sumar var Jay boðið í Airbnb-húsið af Stephen og Ayub Qassim, 31 árs dæmdum fíkniefnasala, og dvaldi þar með þeim. Næsta morgun hvarf Jay, sem var múraranemi, inn í fjalllendið. Lík hans fannst tæpum mánuði síðar í gljúfri þar í grennd eftir mikla leit björgunarsveita.
Duncan segir nýja myndbandið vera niðurlægjandi fyrir fjölskyldu hennar og sýni sama afskekkta landslagið þar sem sonur hennar hvarf.
Ólíkt Stephen mætti Ayub Qassim fyrir dóm við rannsóknina í Preston Crown Court. Í tengslum við Stephen sagði dánardómarinn Dr. James Adeley:
„Hann gerir þetta af eigin vilja. Þar sem hann er erlendis get ég ekki þvingað hann til að gefa vitnisburð.“
Ljóst er að lögreglan reyndi að afhenda Stephen vitnastefnu á nokkrum heimilisföngum í Lundúnum og Manchester, en tókst ekki að hafa hendur í hári hans.
Komment