Til sölu er glæsilegt einbýlishús á eftirsóttum stað í Laugardal sem hefur verið skipt upp í fimm íbúðir og verður það teljast nokkuð óvenjulegt miðað við hús sem þetta.
Allar íbúðir eru í útleigu í dag og skilar eignin mjög góðum og stöðugum leigutekjum, sem gerir hana sérstaklega áhugaverða fyrir fjárfesta.
Eignin státar af upphituðu bílastæði og upphitaðri stétt í garði, sem eykur þægindi og notagildi, sérstaklega yfir vetrartímann. Staðsetningin er afar góð, í grónu og vinsælu hverfi með nálægð við alla helstu þjónustu, útivistarsvæði og samgöngur.
Á árunum 2015–2016 fór fram umfangsmikil endurnýjun á húsinu og þá var þriðju hæðinni jafnframt bætt við. Endurnýjað var m.a. skólp, dren, raflagnir, gler og gluggar, auk þess sem ný hæð og þak voru reist. Ofnar voru endurnýjaðir og gólfhiti settur í nokkur herbergi, sem tryggir góða orkunýtingu og aukin þægindi.
Möguleiki er á að kaupa eignina fullbúna með öllum húsgögnum, sem einfaldar yfirtöku og gerir kaupanda kleift að halda áfram útleigu án tafar.
Húsið er 292.5m² að stærð og vilja eigendur fá 214.900.000 fyrir það.


Komment