
Sigurbjörn Magnússon, faðir Áslaugar Örnu og stjórnarformaður Árvakurs, hefur ákveðið að skipta um vinnu.
Hann hefur undanfarna áratugi starfað sem lögmaður hjá Juris, ásamt að vera einn af eigendum fyrirtækisins, en hefur nú ákveðið að hætta störfum þar og koma sér úr eigendahópnum. Hann hefur fært sig yfir til lögmannstofunnar LEX þar sem hann mun starfa sem ráðgjafi.
Auk hans hafa fimm aðrir fært sig frá Juris yfir til LEX.
Sigurbjörn hefur í gegnum árin verið mikill stuðningsmaður dóttur sinnar innan Sjálfstæðisflokksins og hefur ítrekað styrkt hana með peningagjöfum. Áslaug Arna er sem stendur í námsleyfi frá Alþingi, sem hún fór í eftir að hún tapaði formannskjöri hjá Sjálfstæðisflokknum gegn Guðrúnu Hafsteindóttur.
Áslaug vakti mikla athygli snemma á síðasta ári þegar hún virtist að margra mati vera drukkin í ræðustól Alþingis en hún neitaði því í pistli sem hún birti síðar á Facebook.

Komment