1
Fólk

Ragga nagli varar við „földum faraldri“

2
Innlent

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi

3
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

4
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum

5
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

6
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

7
Fólk

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni

8
Innlent

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina

9
Heimur

Lík ungs ferðamanns fannst á Lanzarote

10
Innlent

Helgi neitar að hafa brotið kynferðislega gegn barni en játar á sig vændiskaup

Til baka

Reimar á sig nýja skó

Það gerir Matthías G. Pálsson einnig

Reimar Pétursson
Reimar PéturssonFær nýja vinnu
Mynd: Lögmannafélag Íslands

Dómsmálaráðherra hefur skipað Reimar Snæfells Pétursson í embætti dómanda við Endurupptökudóm frá og með 1. febrúar 2026 til og með 31. janúar 2026 og mun hann gegna embættinu sem aukastarfi samhliða lögmennsku en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórvöldum.

Dómsmálaráðherra hefur jafnframt skipað Matthías G. Pálsson sem varadómanda við Endurupptökudóm frá og með 1. febrúar 2026 til og með 31. janúar 2031.

Úr tilkynningu stjórnvalda

Reimar Snæfells Pétursson

Reimar Snæfells Pétursson lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og LL.M námi við Columbia University School of Law árið 2003. Hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1998 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2004. Sama ár fékk hann lögmannsréttindi í New York fylki. Þá lauk hann prófi í verðbréfamiðlun árið 2008.

Að loknu embættisprófi til loka árs 2005 starfaði Reimar sem fulltrúi og síðar sjálfstætt starfandi lögmaður, er hann varð þá lögmaður og framkvæmdastjóri hjá Atorku hf. til ársins 2007. Sama ár hóf hann störf sem lögmaður í fyrirtækjaráðgjöf hjá Straumi-Burðarási hf. og gegndi því starfi til ársins 2008. Á árunum 2008 til 2010 vann hann ýmis sérverkefni en hefur frá 2010 verið sjálfstætt starfandi lögmaður og meðeigandi lögmannsstofu. Reimar var skipaður ad hoc í úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki á árinu 2004 til meðferðar máls og var skipaður í starfshóp um afnám gjaldeyrishafta árið 2013. Þá hefur hann átt sæti í dómnefnd samkvæmt III. kafla laga um dómstóla frá júlí 2022, en hafði áður verið skipaður ad hoc í nefndina í tvígang. Þar að auki hefur hann verið formaður kærunefndar útboðsmála frá árinu 2021 og settur varadómari í Landsrétti í einu máli. Reimar sinnti stundakennslu í réttarfari við Háskóla Íslands á árinu 2025. Hann hefur ritað allnokkrar fræðigreinar um lögfræðileg efni og haldið fyrirlestra þar um. Þá hefur hann setið í stjórn Fjarskipta ehf. og stjórn Creditinfo Group hf. og var formaður Lögmannafélags Íslands árin 2015 til 2018, formaður laganefndar félagsins frá 2013 til 2015 og formaður námssjóðs þess frá 2018 til 2024.

Matthías G. Pálsson

Matthías G. Pálsson lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Þá lauk hann LL.M. námi í Evrópurétti og doktorsgráðu í alþjóðlegum samningarétti frá Evrópuháskólanum í Flórens árið 2001. Matthías lauk einnig diplómanámi í hafrétti frá Rhodos Academy of Ocean Law árið 2004 og viðbótarnámi í þjóðarétti frá Columbia University í New York 2008. Í júní 2021 útskrifaðist hann með BA-gráðu í ítölsku frá Háskóla Íslands og þá lauk hann diplómanámi í umhverfis- og auðlindafræði við sama skóla í júní 2025. Jafnframt hefur hann sótt ýmis starfstengd námskeið um lögfræðileg efni.

Að loknu embættisprófi starfaði Matthías sem fulltrúi og þinglýsingarstjóri hjá Sýslumanninum í Kópavogi til ársins 1994 er hann hóf störf á einkaleyfa- og lögmannsstofu í Reykjavík, fyrst sem lögfræðingur og síðar lögmaður, til ársins 1996. Árið 2001 hóf hann störf í utanríkisþjónustu Íslands. Árin 2005 til 2009 var Matthías sendiráðunautur og lögfræðingur við fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og síðar fulltrúi Íslands í hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins í Brussel frá 2009 til 2010. Hann starfaði í sendiráði Íslands í Brussel 2010 til 2014 og var síðan lögfræðingur á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins til ársins 2018, jafnframt því að vera hafréttarsérfræðingur í samninganefnd Íslands vegna úthafsveiða í Norður-Íshafi. Á árunum 2018 til 2020 var hann deildarstjóri alþjóða- og öryggismála í utanríkisráðuneytinu, fulltrúi Íslands í UNESCO-nefndinni og fastafulltrúi Íslands gagnvart Evrópuráðinu í Strassborg. Frá 2021 til ársins 2024 var Matthías sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart m.a. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm. Matthías starfar nú á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

Átta voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús
Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna
Menning

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl
Innlent

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham
Heimur

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum
Fólk

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

Jóhann hleypir aðdáendum á bakvið tjöldin
Myndband
Menning

Jóhann hleypir aðdáendum á bakvið tjöldin

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

Innlent

Reimar á sig nýja skó
Innlent

Reimar á sig nýja skó

Það gerir Matthías G. Pálsson einnig
Helgi neitar að hafa brotið kynferðislega gegn barni en játar á sig vændiskaup
Innlent

Helgi neitar að hafa brotið kynferðislega gegn barni en játar á sig vændiskaup

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl
Innlent

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás
Innlent

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi
Innlent

MAST hvetur fólk til að farga grænmetisbollum og buffi

Loka auglýsingu