Þann 24. október 2025 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laus til umsóknar embætti dómanda og varadómanda við Endurupptökudóm.
Umsóknarfrestur rann út 10. nóvember og barst ein umsókn um hvort embætti. Reimar Pétursson lögmaður sótti um embætti dómanda við Endurupptökudóm og Matthías G. Pálsson lögfræðingur um embætti varadómanda.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni til ráðherra og er það niðurstaða nefndarinnar að báðir umsækjendur séu hæfir til starfans en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnvöldum.
Dómnefndina skipuðu: Sigurður Tómas Magnússon formaður, Arnfríður Einarsdóttir, Hjördís Halldórsdóttir, Ragnheiður Thorlacius og Sigríður Þorgeirsdóttir.


Komment