Gullið tækifæri er nú fyrir náttúruunnendur sem vilja búa á höfuðborgarsvæðinu að kaupa fasteign sem stenst þær kröfur.
Glæsilegt einbýli við bakka Elliðavatns í Kópavogi er til sölu og er húsið 225m² að stærð. Fimm svefnherbergi eru í húsinu og tvö baðherbergi.
Húsið var byggt 1946 og stendur á stórri og 2.850 fermetra lóð alveg niður við vatnið. Það var algjörlega endurnýjað, að sögn eigenda, um 1994 og þá bætt við rishæð. Sér aðkeyrsla er að húsinu og einstaklega fallegt útsýni og kyrrð með aðgengi að vatninu þar sem hægt er að hafa bát til að sigla út.
Núverandi eigendur óska eftir tilboðum í húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment