Við Dýjagötu 4 í Garðabæ er til sölu einstaklega glæsilegt og vel skipulagt 224,4 fermetra raðhús með bílskúr.
Um er að ræða eftirsótta staðsetningu í Urriðaholti þar sem fallegt útsýni nýtur að Urriðavatni og nærliggjandi náttúru.
Húsið er á tveimur hæðum og býður upp á fjögur rúmgóð svefnherbergi, sjónvarpsstofu og stórt alrými þar sem eldhús, borðstofa og stofa mynda samfellda og bjarta heild. Tvær svalir eru á húsinu, báðar með afar fallegu útsýni, auk rúmgóðra hellulagðra veranda til suðurs og norðurs. Í bakgarði er heitur pottur sem setur punktinn yfir i-ið hvað varðar útivist og afslöppun.
Tvö baðherbergi eru í húsinu, eitt á hvorri hæð, auk stórs þvottaherbergis með geymsluaðstöðu. Húsið er hið vandaðasta, með aukinni lofthæð í öllum rýmum, hljóðdúk á efri hæð og gólfhitakerfi á báðum hæðum. ABB Free@Home ljósastýring er í húsinu, innfelld lýsing í loftum og dimmerar á öllum ljósum. Falleg kvöldlýsing er við stigann á milli hæða sem undirstrikar hönnun og gæði eignarinnar. Eldhús og baðherbergi eru búin vönduðum tækjum og blöndunartækjum.
Staðsetning eignarinnar er einstaklega góð, í einni af fallegri götum höfuðborgarsvæðisins. Í næsta nágrenni eru vinsælar göngu- og hjólaleiðir í kringum Urriðavatn og stutt er í fallega stíga Heiðmerkur.
Þá er stutt í alla helstu verslun og þjónustu, leikskóla og grunnskóla. Golfáhugafólk kann einnig að meta að einn glæsilegasti golfvöllur landsins, hjá Golfklúbbnum Oddi, er í næsta nágrenni.
Eigendurnir vilja fá 199.900.000 fyrir húsið.


Komment