Til sölu er vandað og rúmgott tveggja hæða enda raðhús með auka íbúð í kjallara og bílskúr, staðsett á vinsælum og fjölskylduvænum stað í Melbæ í Árbænum.
Um er að ræða eign sem hentar einstaklega vel fyrir stóra fjölskyldu, fjölskyldur sem vilja hafa leigutekjur eða kynslóðabúsetu.
Aðalíbúð er afar rúmgóð og vel skipulögð. Hún skiptist í forstofu, fjögur svefnherbergi, eldhús, tvö baðherbergi, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, þvottahús og geymslu. Nýlega hefur verið skipt um eldhús og gestabaðherbergi í aðalíbúð, sem gefur rýminu nútímalegt og fallegt yfirbragð.
Auka íbúð í kjallara hefur verið endurnýjuð og er fullbúin með eldhúsi, baðherbergi, tveimur svefnherbergjum, stofu, geymslu og þvottahúsi. Íbúðin býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika, hvort sem er til útleigu eða fyrir fjölskyldumeðlimi.
Bílskúr fylgir eigninni með fjarstýrðri opnun á hurð. Sér húsfélag er um bílskúrana þar sem þeir eru allir staðsettir saman á lóðinni. Í lengju bílskúranna er sameignarskúr þar sem geymd eru sameiginleg verkfæri, stigar og kerra til afnota fyrir íbúa.
Staðsetningin er afar eftirsóknarverð. Frá Melbæ er stutt í skóla, leikskóla, sundlaug, íþróttaaðstöðu, verslun og alla helstu þjónustu. Einnig er Elliðaárdalurinn í næsta nágrenni – einstök útivistarperla og falinn fjarsjóður innan borgarmarkanna.
Eigendur hússins vilja fá 168.900.000 fyrir eignina en hún er alls 311.3m² að stærð.


Komment