Að Bæjartúni 6 er að finna fallegt og rúmgott 328,5 fm einbýlishús með aukaíbúð, staðsett á einstaklega vinsælum stað í Fossvogsdalnum og stendur það Kópavogsmegin. Það er hús er einmitt til sölu.
Eignin býður upp á mikla möguleika fyrir stórar fjölskyldur eða þá sem vilja hafa tekjur af útleigu.
Í dag er í húsinu ein útleiguíbúð, en möguleiki er á að útbúa aðra aukaíbúð, sem gerir eignina sérstaklega áhugaverða sem fjárfestingu. Innréttingar í aukaíbúð eru frá nóvember 2025.
Eignin stendur í nálægð við hið stórbrotna útivistarsvæði Fossvogsdals, þar sem finna má einstaka náttúru, göngu- og hjólaleiðir í allar áttir. Stutt er í allar helstu umferðaræðar og skóli og leikskóli eru í stuttu göngufæri, sem gerir staðsetninguna sérstaklega hentuga fyrir fjölskyldufólk.
Eigendur vilja fá 188.500.000 fyrir húsið.


Komment