1
Pólitík

Inga Sæland flaug á fyrsta farrými á EM

2
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

3
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

4
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

5
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

6
Pólitík

„Heldur Jens Garðar virkilega að það ástand sem ríkir í Palestínu sé friður?“

7
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

8
Heimur

Ray J. segist vera dauðvona

9
Innlent

Fórnarlamb flutt á slysadeild eftir árás

10
Heimur

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham

Til baka

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

„Það er fólk sem telur að Njáll og Gunnar hafi verið hommar… en þeir geta ekki skipað nefnd sem kveður niður kenninguna í eitt skipti fyrir öll.“

Stefan-Palsson
Stefán PálssonSagnfræðingurinn hugnast ekki hugmyndir Ærunefndarinnar

Stefán Pálsson sagnfræðingur gagnrýnir harðlega hugmyndir um að stofna félag eða vettvang til að „hreinsa mannorð“ Séra Friðrik Friðriksson og segir slíkt byggja á grundvallarmisskilningi á eðli sagnfræði og sögutúlkunar. Tilefnið er nýr félagsskapur sem vill vinna gegn þeirri ímynd sem skapast hefur í kjölfar ævisögu um séra Friðrik þar sem dregnar voru fram vísbendingar um mögulega barnagirnd.

Í færslu sinni bendir Stefán á að ómögulegt sé að fá endanlega niðurstöðu í slíkum málum, enda sé viðkomandi löngu látinn og engin dómsniðurstaða liggi fyrir. „Augljóslega getur enginn lengur skorið úr um það hvort séra Friðrik braut gegn ungum drengjum, hvort hann var bara með kenndir sem hann túlkaði á óheppilegan hátt eða hvort allt málið sé tilbúningur og oftúlkanir. En forsenda þessa nýja félagsskapar virðist vera furðulegur misskilningur á eðli sagnfræði og þess hvernig við skynjum söguna.“

Stefán undirstrikar að séra Friðrik hafi hvorki verið sakfelldur né verði nokkru sinni sýknaður, einfaldlega vegna þess að slíkt ferli sé ekki lengur mögulegt. „Séra Friðrik hefur ekki verið sakfelldur fyrir neitt og verður því ekki sýknaður af neinu heldur. Sagnfræðingur skrifaði ævisögu guðsmannsins og dró fram atriði sem honum fannst benda til barnagirndar – og fjöldi fólks lét sannfærast af þeim rökstuðningi.“

Hann segir að sú túlkun geti verið rétt eða röng, en henni verði ekki eytt með formlegum hætti. „Sú túlkun er kannski rétt og kannski röng, en hún verður ekki upprætt eða ógilt með því að setja rannsóknardómstól, eins og hér virðist kallað eftir.“

Til að skýra sjónarmið sitt dregur Stefán upp fleiri dæmi úr íslenskri sögu þar sem kenningar hafa fest sig í sessi, óháð því hvort þær standist fræðilega skoðun. „Það er fólk sem telur að Njáll og Gunnar hafi verið hommar… en þeir geta ekki skipað nefnd sem kveður niður kenninguna í eitt skipti fyrir öll.“ Hann nefnir einnig hugmyndir um heilsufar Jóns Sigurðssonar og sögusagnir um Brynjólf biskup sem hafi lifað góðu lífi í almennri vitund þrátt fyrir veikan grundvöll.

„Eins hafa margir það fyrir satt að Jón Sigurðsson hafi þjáðst af sýfillis stóran hluta ævinnar. Og Megas hefur náð að planta því hjá hálfri þjóðinni að Brynjólfur biskup hafi getið barnið með Ragnheiði dóttur sinni, þrátt fyrir að hafa ekkert fyrir sér í því. - Allt er þetta frekar ergilegt fyrir aðdáendur fyrrnefndra persóna úr Íslandssögunni.“

Stefán segist skilja tilfinningar þeirra sem standa að félaginu Æruvernd, sem vill verja orðstír séra Friðriks, en segir að raunhæfar leiðir séu aðrar. „Ég get alveg haft smá skilning á frústrasjónum stofnenda félagsins Æruverndar sem sárnar að þeirra maður hafi bókstaflega verið felldur af stalli, en í raun geta þeir ekkert annað gert en að reyna að fá nýjan sagnfræðing til að skrifa nýja ævisögu séra Friðriks og vona að hún verði enn betri, nái enn meiri útbreiðslu og komist að öðrum niðurstöðum…“

Að mati Stefáns er það eina leiðin sem samræmist vinnubrögðum sagnfræðinnar, að takast á um túlkanir með nýjum rannsóknum, en ekki með tilraunum til að úrskurða fortíðina endanlega.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins
Heimur

Segir hótanir gegn Íran minna á aðdragana Íraksstríðsins

Viðbrögð Írans verða tafarlaus, segir einn helsti öryggisfulltrúi landsins.
Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum
Heimur

Lögreglan leitar að lestarperra í Lundúnum

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“
Innlent

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu
Heimur

Að minnsta kosti 11 látnir í hörðum árekstri vörubíls og smárútu

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna
Menning

Embla Bachmann tilnefnd til verðlauna

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl
Innlent

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham
Heimur

15 ára piltur játaði morð á 12 ára dreng í Birmingham

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum
Fólk

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum

Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

„Það er fólk sem telur að Njáll og Gunnar hafi verið hommar… en þeir geta ekki skipað nefnd sem kveður niður kenninguna í eitt skipti fyrir öll.“
Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið
Innlent

Bubbi tekur forseta Alþingis og Viðreisn á beinið

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“
Innlent

Vistaður í fangaklefa „í þágu almannafriðar og allsherjarreglu“

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl
Innlent

35 ára karlmaður dæmdur fyrir að skemma bíl

Loka auglýsingu