Tónlistarmaðurinn Haukur Páll Árnason er, eins og margir aðrir, mikið jólabarn og ákvað Mannlíf að heyra í tónlistarmanninum til að forvitnast hvaða jólalög væru í uppáhaldi.
Haukur Páll nefndi fimm lög sérstaklega í því samhengi.
1. Stefán Hilmarsson - Engin jól án þín
„Mitt uppáhalds jólalag af svo mörgum ástæðum en þó aðallega því ég tengi það við þessa tilfinningu sem maður er alltaf að elta. Krakkinn sem vaknar á aðfangadag og það liggur þessi afslappaða og fallega orka í loftinu. Ekkert stress bara hlý og falleg jól,“ sagði Haukur um Engin jól án þín
2. Gunnar Þórðarsson og Jóhanna Guðrún - Vetrarsól
„Þetta er lagið sem allir lagahöfundar vildu að þeir hefðu samið. Gæsahúð frá byrjun til enda og Jóhanna Guðrún setur standardinn með sínum söng. Sannkallað meistaraverk.“
3. Stefán Hilmarsson - Ein handa þér
„Þetta er með fallegri jólalögum sem Ísland á, virkilega sterkt lag sem var mikið spilað á mínu heimili ásamt restinni af þessari mögnuðu plötu.“
4. Laufey & Norah Jones - Better Than Snow
„Hvað get ég sagt? Virkilega dínamískt dúó hér á ferð, tvær drottningar sem fæla burt allt jólastressið,“ sagði jólabarnið um þetta frábæra lag.
5. Emmaline - You’re a Mean One, Mr. Grinch
„Þetta lag hefur svo margt upp á að bjóða, það er funky og fallegt með sturluðu fiðlu sóló-i sem fær mig til að gretta mig í hvert skipti sem ég heyri það,“ sagði Haukur að lokum.


Komment