1
Pólitík

„Hreinlegast væri nú fyrir Heiðu að draga sig í hlé“

2
Heimur

Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun

3
Innlent

Maðurinn er fundinn

4
Heimur

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis

5
Innlent

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu

6
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

7
Fólk

Hverfishetja selur í Árbænum

8
Innlent

Barn gripið á rúntinum

9
Innlent

Sólveig Anna er trítilóð út í RÚV

10
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld grípa til sóttkvíar eftir Nipah-smittilfelli á Indlandi

Til baka

Valur gagnrýnir íslensk yfirvöld harðlega

„Er það þetta sem við viljum?“

Tvíburasysturnar
TvíburasysturnarRússnesku fjölskyldunni hefur verið tvístrað
Mynd: Facebook

Sagnfræðingurinn Valur Gunnarsson hefur birt harðorða Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að vísa rússneskri fjölskyldu úr landi, þrátt fyrir að faðirinn hafi setið í fangelsi fyrir andóf gegn stjórnvöldum í Rússlandi og að móðirin sitji nú ein uppi með unga tvíbura í óvissu. Valur segir Ísland hafa brugðist í máli fjölskyldunnar og spyr hvort þjóðin hafi í raun kosið að taka að sér „skúrkshlutverkið“ í þessari sögu.

Valur, sem meðal annars dvaldi í Úkraínu í upphafi stríðsins þar, skrifaði harðorða Facebook-færslu vegna fréttar Vísis um hjónin Gadzhi Gadzhiev og Mariiam Taimova, sem eru upprunalega frá Rússlandi og flúðu þaðan eftir að Gadzhiev hafði setið í fangelsi fyrir að mótmæla stjórnvöldum í Rússlandi. Samkvæmt fréttinni hefur fjölskyldan verið sundruð eftir að íslensk yfirvöld ákváðu að reka fjölskylduna úr landi en þau höfðu sótt um hæli hér á Íslandi. Voru þau send til Króatíu, þar sem þau höfðu haft viðkomu á leið sinni til Íslands. Faðirinn er nú í hungurverkfalli á meðan eiginkona hans er ein með unga tvíbura þeirra.

Í upphafi færslu Vals fer hann yfir upphaf málsins:

„Gadzhi Gadzhiev eyddi fimm árum í fangelsi í Síberíu fyrir að mótmæla morðóðum stjórnvöldum í Moskvu. Þegar hann kom út tókst honum að fara til Tyrklands á nýjum skilríkíkjum ásamt konu og barni. Þaðan fóru þau í gengum Króatíu til Íslands, þar sem systini hans og móðir biðu og höfðu þegar fengið vernd. Ofan á allt fæddust hjónunum tvíburar. Hér hefði átt að vera hamingjusami endirinn á sögunni. En nei.“

Segir Valur í seinni hluta færslunnar að yfirvöld á Íslandi hafi ákveðið að taka að sér að vera skúrkar í málinu og reka fjölskylduna úr landi.

„Íslensk yfirvöld ákváðu nú að taka skúrkshlutverkið að sér. Fjölskyldan var rekin úr landi, þar á meðal tvíburarnir nýfæddir á Íslandi. Faðirinn er nú í hungurverkfalli á flóttamannamiðstöð í Króatíu. Ekki er alveg víst hvar móðirin er, en tvíburarnir eru enn vegabréfslausir og því í réttindarlegu limbó. Einhvern veginn finnst manni eins og það hefði ekki kostað Ísland svo ýkja mikið að vera góðu gæjarnir í sögu þessari. Er það þetta sem við viljum?“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þrír látnir og margir slasaðir eftir harmleiki á Kanarí
Heimur

Þrír látnir og margir slasaðir eftir harmleiki á Kanarí

Sorgleg helgi að baki
Finneas rífur yfirvöld í Bandaríkjunum í sig eftir morðið á Petti
Heimur

Finneas rífur yfirvöld í Bandaríkjunum í sig eftir morðið á Petti

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

Bæjarstjórinn þorði ekki viðtal vegna klúðurs í Kársnesskóla
Pólitík

Bæjarstjórinn þorði ekki viðtal vegna klúðurs í Kársnesskóla

Donald Trump tjáir sig um skotárásina í Minneapolis
Heimur

Donald Trump tjáir sig um skotárásina í Minneapolis

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu
Innlent

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ekki lengur atvinnulaus
Innlent

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ekki lengur atvinnulaus

Oftar tilkynnt um barnaníð en áður
Innlent

Oftar tilkynnt um barnaníð en áður

Hverfishetja selur í Árbænum
Myndir
Fólk

Hverfishetja selur í Árbænum

Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun
Heimur

Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun

Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

Maðurinn var eitt sinn skráður sem formaður hjá félagi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Valur gagnrýnir íslensk yfirvöld harðlega
Innlent

Valur gagnrýnir íslensk yfirvöld harðlega

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu
Innlent

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ekki lengur atvinnulaus
Innlent

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ekki lengur atvinnulaus

Oftar tilkynnt um barnaníð en áður
Innlent

Oftar tilkynnt um barnaníð en áður

Loka auglýsingu