Til sölu er björt og vel skipulögð 4 herbergja íbúð, 115,3 fm að stærð, staðsett á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýli við Hraunbæ 18 í Árbænum. Hún er í eigu Daníels Kristjánssonar, yfirbakara hjá Hygge, og Söru Geirsdóttur.
Íbúðin er rúmgóð og nýtur góðrar birtu, auk þess sem hún býður upp á tvær svalir sem auka lífsgæði og notagildi eignarinnar. Útgengt er á austursvalir úr borðstofu þar sem morgunsólin nýtur sín vel, og úr hjónaherbergi er útgengt á suðursvalir sem skapa notalegt rými yfir daginn.
Skipulag íbúðarinnar er þægilegt og hentar vel jafnt fjölskyldum sem einstaklingum. Eignin skiptist í forstofu, stofu og borðstofu í opnu og björtu rými, eldhús, herbergisgang, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Auk þess fylgir íbúðinni sérgeymsla í sameign sem veitir gott geymslupláss.
Eignin er staðsett á rólegum og grónum stað í Árbænum þar sem umhverfið einkennist af friðsæld og fjölskylduvænu skipulagi. Í næsta nágrenni er Elliðaárdalurinn með fjölbreyttri náttúru, vinsælum hjóla- og göngustígum og fjölmörgum útivistarmöguleikum sem gera svæðið afar eftirsóknarvert fyrir þá sem leggja áherslu á virkan lífsstíl.
Hraunbær 18 er vel staðsettur með stuttu göngufæri í alla helstu þjónustu, svo sem leikskóla, grunnskóla, verslanir, sundlaug og íþróttasvæði. Góð tenging er við stofnbrautir og almenningssamgöngur sem auðveldar daglegt líf og gerir staðsetninguna hentuga fyrir fjölskyldur jafnt sem aðra kaupendur.
Þau vilja fá 69.900.000 fyrir íbúðina.


Komment