1
Fólk

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið

2
Innlent

Birti myndband af stórfurðulegu slysi í Garðabæ

3
Heimur

„Það eru tvær setningar sem segja mér að hjónabandið sé búið“

4
Landið

Ísak rændi bíl í Veiðivötnum

5
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

6
Pólitík

Ungir Miðflokksmenn segja fjölmiðla ljúga

7
Innlent

MAST varar við neyslu eggja

8
Landið

Stuðningur við Palestínumenn óvelkominn hjá Strandabyggð

9
Landið

Gera grín að lélegum vegmerkingum í Fjallabyggð

10
Innlent

Hjálmtýr vekur athygli á sölu vína frá „landránsbyggðum“ Ísraels

Til baka

Var 12 ára þegar hún byrjaði að drekka daglega

Elísabet Long hefur verið edrú í 30 ár og er nú ráðgjafi fyrir fólk að glíma við fíkn

Elísabet Long
Elísabet LongÍ hlaðvarpinu Sterk saman segir Elísabet frá sögu sinni
Mynd: Facebook/ Sterk saman

Elísabet Long er meðferðarráðgjafi sem hefur verið edrú í 30 ár. Hún er nýjasti gestur í hlaðvarpi Tinnu Guðrúnar Barkardóttir, Sterk saman, og segir þar frá sögunni sinni.

Elísabet ólst upp á Borðeyri í Hrútafirði áður en hún flutti í borgina 10 ára gömul. „Æskan mín var frábær að einhverju leyti, mér fannst þetta rosalega skemmtilegt og lifandi að hanga á Borðeyri og finna sér eitthvað að gera,“ segir Elísabet en bætir við „en svo var líka fullt mjög erfitt.“

Hún lýsir hvernig vanræksla foreldra hennar hafði mikil áhrif á hana. Þau voru sjálf alkahólistar og sinntu foreldrahlutverkinu ekki mikið. Elísabet lýsir því að henni leið svo illa að 12 eða 13 ára gömul var hún farin að drekka ein inn í herbergi. „Það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim úr skólanum er að fá mér alltaf nokkra sopa,“ segir Elísabet. Hún lýsir því hvernig drykkjan hafi sprottið upp einungis til þess að deyfa tilfinningarnar. 12 ára gömul hafi hún tekið með sér áfengispela í skólann og drukkið inn á klósetti til að lifa dagana af.

Hún segist hafa verið erfiður unglingur á þessum tíma og var send á mörg unglingaheimili og í nokkra mánuði á barna- og unglinga geðdeild landspítalans (BUGL). Elísabet lýsir miklum létti að hitta aðra unglinga í svipaðri stöðu og hún því áður hafði henni alltaf liðið einni í upplifun sinni. Unglingaheimilin voru þó engin paradís, undanfarin ár hefur komið upp í samfélagsumræðuna mörg dæmi um vanrækslu og Elísabet segist alveg kannast við það. Hún rifjar upp að hafa verið sett í fimm daga einangrun fyrir að vilja ekki borða hakk og borða bara spagettíið í kvöldmat. Hún hafði þá verið grænmetisæta í nokkur ár.

Á meðan hún var á unglingaheimilunum reyndi hún að fara heim um helgar til að geta djammað og neytt vímuefna. Á endanum var Elísabetu hent út af heimilinu sínu, hún varð heimilislaus og þurfti að sofa í skúrum, yfirgefnum hjólhýsum eða hjá rónum þegar hún var ekki á unglingaheimilum. Hún var einnig oft send á meðferðarheimili fyrir unglinga sem hét Tindar en var sífellt að nota fíkniefni á meðan hún var þar eða strjúka. „Lífið án deyfingar var bara ömurlegt,“ segir Elísabet.

Dropinn sem fyllti mælinn

„Eftir eitt strokið mitt frá Tindum lendi ég í þriðja overdoseinu mínu það árið,“ segir Elísabet. Hún vildi gera eitthvað heilbrigt sem venjulegt fólk myndi gera og ákvað því að fara með vinkonu sinni í Kringluna. Hins vegar fékk hún svo slæm fráhvörf að á götunni fyrir utan Kringluna hneig hún niður í krampakasti. Vinkona hennar náði að stöðva ökumann sem keyrði þær á bráðamóttökuna. „Ég hugsa oft um þennan mann en ég þekki hann ekki neitt,“ segir Elísabet en henni finnst magnað að maðurinn hafi viljað taka tvo „unglings rugludalla“ í bílinn sinn.

Á spítalanum þurfti fimm heilbrigðisstarfsmenn til að halda Elísabetu niðri því hún kipptist svo til af krömpum. Það tók langan tíma að ná henni til baka. Hún fékk að vita að ef hún hefði ekki komið á bráðamóttökuna um leið hefði hún dáið meðal annars því að tungan hennar var svo bólgin að hún náði ekki andanum. Elísabet segist muna eftir lækni segja „hvað ertu að gera við lífið þitt stelpa?“ og þrátt fyrir að vera varla við meðvitund náði hún að taka það inn.

Í kjölfarið fór Elísabet á Tind í seinasta sinn. Hún segist fyrst ekki hafa verið sérlega móttækileg fyrir meðferðinni þrátt fyrir reynsluna á spítalanum. Hún var með stæla og var mjög óheiðarleg. Þá tók starfsmaður Tinds hana á tal sem hafði mikil áhrif á hana. Starfsmaðurinn hafði séð hana koma og fara án þess að reyna heiðarlega að verða edrú. „Þú ræður hvernig þú gerir þetta, en það er eitt sem þú hefur ekki prófað og það er að vera heiðarleg,“ sagði hann við Elísabetu. Þessi orð náðu til hennar og urðu til þess að í hún reyndi í fyrsta sinn heils hugar að verða edrú.

„Ég hélst edrú á óttanum einum sér,“ segir Elísabet en hún var ekki orðin 16 ára þegar hún hætti allri fíkniefnaneyslu. Hún segist upprunalega ekki hafa ætlað að verða edrú að eilífu, hún hafi hins vegar alltaf frestað að nota fíkniefni við hræðslu að missa stjórn aftur.

Frá edrúmennsku í ráðgjafa

Í dag eru um 30 ár síðan Elísabet varð edrú og hún hefur gjörbreytt lífinu sínu. Hún segir sjálfsvinnuna hafa verið mjög mikilvæga. „Þarf ég ekki eitthvað að vinna í mér? Er ég ekki að missa af einhverju? Að þetta gengur út á að vera bara á fundum og tala á fundum?“ segir Elísabet en á þeim tíma hafi meðferðarúrlausnir einungis einblínt á fundi. Það breytti miklu fyrir hana að kynnast 12 spora kerfinu sem einblínir á sjálfsvinnu til að vinna úr fíknivanda.

Elísabet fékk kassettur um 12 spora kerfið frá bandarískum hermönnum sem komu á fundina í Reykjavík. Reynslusögurnar hjálpuðu henni gríðarlega. Í samvinnu við þáverandi kærasta sinn brenndi Elísabet kassetturnar yfir á geisladiska og dreifði þeim til þeirra sem þurftu.

Elísabet kom að skipulagningu fyrstu 12 spora ráðstefnunni á Íslandi. Ráðstefnan var haldin á Grand Hotel og sló í gegn með um 350 gestum. Hún stýrði bókaklúbbum um 12 spora kerfið og hélt fyrirlestra um allt land. Elísabet var einn af stofnaðilum Alanó klúbbsins en það er félag með það markmið að styrkja 12 spora starf í landinu og hýsa ýmis konar starfsemi fyrir fólk að glíma við fíknivanda.

Long ráðgjöf
Mynd: Instagram/ Elísabet Valdimars Long

Eftir að starfa sem grunnskólakennari í nokkur ár, ákvað Elísabet að mennta sig sem ráðgjafi. „Fagkennslan var fyrir mér af því að ég var svo mikið að einbeita mér á að grípa börnin tilfinningalega sem þurftu á því að halda,“ segir Elísabet.

Í dag rekur Elísabet sitt eigið ráðgjafafyrirtæki og meðferðastofu sem heitir Long ráðgjöf. Þar einblínir hún á almenna einstaklings- og pararáðgjöf fyrir áfengis- og fíknivandi, sjálfstyrkingu og jákvætt hugarfar.

Hlaðvarpsþáttinn frá Sterk saman má hlusta á í fullri lengd á Spotify og öðrum streimisveitum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur
Myndband
Landið

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur

„Er kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum fyrir öðrum en fólki með einhverskonar réttindi og ábyrgð?”
Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza
Innlent

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife
Heimur

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Barni bjargað eftir að hafa legið 40 klukkustundir undir rústum
Heimur

Barni bjargað eftir að hafa legið 40 klukkustundir undir rústum

Ástþór bóndi: „Eru það ekki bara mannréttindi?“
Innlent

Ástþór bóndi: „Eru það ekki bara mannréttindi?“

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Danir ætla kaupa langdræg vopn vegna ógn Rússa
Heimur

Danir ætla kaupa langdræg vopn vegna ógn Rússa

Fleiri en 82.000 erlendir ríkisborgarar á Íslandi
Innlent

Fleiri en 82.000 erlendir ríkisborgarar á Íslandi

Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

„Ég ætla mér ekkert annað í þetta skiptið – engir aðrir brandarar, bara kettir“
Hugguleg útsýnisíbúð á spottprís
Fólk

Hugguleg útsýnisíbúð á spottprís

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið
Myndir
Fólk

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu
Fólk

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu

Loka auglýsingu