
Durango í MexíkóAðgerðin var framkvæmd á einkarekinni stofu í borginni.
Mynd: Perrodelmal
Hin 14 ára gamla Paloma Nicole Arellano er látin eftir misheppnaða brjóstastækkunaraðgerð en fjölmiðlar í Mexíkó greindu frá andláti hennar.
Arellano lést síðustu helgi en kærasti móður hennar framkvæmdi aðgerðina á einkarekinni lýtalækningastofu í borginni Durango í Mexíkó. Hann starfaði sem lýtalæknir en hafði verið sviptur því leyfi af yfirvöldum í Mexíkó.
Faðir Arellano komst að sannleikanum í jarðarför dóttur sinnar þegar hann sá að brjóstin hennar voru stærri en áður. Móðir Arellano hafði sagt barnsföður sínum að dóttir þeirra hafi látist vegna Covid-19 veikinda.
Yfirvöld í Durango telja að Arellano hafi farið í hjartastopp og fengið heilabólgu vegna aðgerðarinnar og hafi látist í kjölfar þess.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment