1
Minning

Jóhann Valgeir Reynisson er fallinn frá

2
Heimur

Tveimur konum bjargað úr sjónum á Tenerife

3
Heimur

Samvaxnar tvíburasystur opna sig um ástina, hjónabandið og fordómana

4
Innlent

Einn fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Tryggvagötu

5
Heimur

Ólétt kona missti höfuðið í loftárás en ástralskir læknar björguðu barninu

6
Heimur

Myndir af Ghislaine Maxwell á leið í jógatíma valda reiði fórnarlamba

7
Landið

FSu fær höfðinglega gjöf frá Johan Rönning

8
Heimur

Áður óbirt myndefni af Jay Slater sýnd í nýrri heimildarmynd

9
Heimur

Vopnaður maður villti á sér heimildir þar sem halda á minningarathöfn um Charlie Kirk

10
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

Til baka

Áður óbirt myndefni af Jay Slater sýnd í nýrri heimildarmynd

Eitt frægasta mannshvarf Kanaríeyja skoðað í kjölinn

Jay Slater
Jay SlaterJay lést aðeins 19 ára gamall
Mynd: Samsett

Síðustu myndefni úr öryggismyndavélum af Jay Slater, teknar nokkrum klukkustundum áður en hann lést, verða sýnd í nýrri heimildarmynd á Channel 4. Myndin miðar að því að varpa ljósi á dularfullar aðstæður í kringum dauða hans og binda endi á sögusagnir og samsæriskenningar á samfélagsmiðlum.

Jay, 19 ára gamall frá Oswaldtwistle í Lancaskíri, hvarf 17. júní 2024. Mikil leit var gerð að honum, en lík hans fannst í afskekktu fjalllendi nálægt þorpinu Masca 15. júlí sama ár. Hafði hann ferðast til Tenerife til þess að fara á tónlistarhátíð á spænsku eyjunni.

Innan örfárra klukkustunda frá hvarfi hans kviknaði gífurlegur áhugi á samfélagsmiðlum. Fjöldi samsæriskenninga tók að dreifast hratt, þar sem svokallaðir „lyklaborðsrannsakendur“ á netinu tóku málið upp. Málið vakti heimsathygli og meira en 30 milljón myndskeið voru birt þar sem vangaveltur um ferðir Jay fóru á flug.

Í heimildarmyndinni má sjá síðustu myndefni af Jay og einnig skilaboð sem hann sendi.

  • Kl. 23:55 sést hann í Papagayo næturklúbbnum.
  • Kl. 01:04 sést hann yfirgefa staðinn á myndavélum.
  • Kl. 01:12 er honum neitað um endurinnkomu og sést hann við innganginn. Dyravörður bendir honum í einhverja átt.

Klukkan 02:40 sendir Jay vinum sínum skilaboð: „Kemst ekki inn á Papagayo, þeir eru búnir að merkja mig.“

Vinkona hans, Lucy, svarar 02:48: „Ég sagði að ég kæmi út að ná í þig ef þú kemur heim.“

Jay svarar 02:49: „Skiptir ekki máli, allt í lagi. Ég er í leiðangri.“

Kl. 03:07 sést hann síðan á Tramps næturklúbbnum en það eru síðustu staðfestu myndefni af honum. Talið er að hann hafi yfirgefið klúbbinn skömmu síðar og látist um morguninn.

Samkvæmt skýrslu dánardómstjóra í júlí hafði Jay sagt vinum sínum að hann væri „uppi í fjöllunum“ og þyrfti á vatni að halda. Hann reyndi þá að ganga heim í 14 klukkustundir eftir að hafa neytt áfengis og vímuefna um nóttina.

Heimildarmyndin The Disappearance of Jay Slater inniheldur áður óséð myndefni úr öryggismyndavélum, áður óheyrðar upptökur, uppgötvun ósendra skilaboða og samtöl við fjölskyldu Slater í leit að svörum.

Channel 4 fékk einn fjölmiðlanna fullt aðgengi að krufningu Jay, jarðarför hans og rannsókn. Myndin skoðar jafnframt áhrif samfélagsmiðlanna á lögreglurannsóknir og þann gríðarlega sálræna skaða sem þeir hafa valdið fjölskyldu og ástvinum sem syrgja hann.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tveimur konum bjargað úr sjónum á Tenerife
Heimur

Tveimur konum bjargað úr sjónum á Tenerife

Önnur þeirra var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar
Þrennt handtekið vegna ýmissa brota
Innlent

Þrennt handtekið vegna ýmissa brota

FSu fær höfðinglega gjöf frá Johan Rönning
Landið

FSu fær höfðinglega gjöf frá Johan Rönning

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

Myndir af Ghislaine  Maxwell á leið í jógatíma valda reiði fórnarlamba
Heimur

Myndir af Ghislaine Maxwell á leið í jógatíma valda reiði fórnarlamba

Ólétt kona missti höfuðið í loftárás en ástralskir læknar björguðu barninu
Myndband
Heimur

Ólétt kona missti höfuðið í loftárás en ástralskir læknar björguðu barninu

Unglingur í annarlegu ástandi réðst á lögreglu í Laugardalnum
Innlent

Unglingur í annarlegu ástandi réðst á lögreglu í Laugardalnum

Einn fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Tryggvagötu
Innlent

Einn fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Tryggvagötu

Vopnaður maður villti á sér heimildir þar sem halda á minningarathöfn um Charlie Kirk
Heimur

Vopnaður maður villti á sér heimildir þar sem halda á minningarathöfn um Charlie Kirk

Samvaxnar tvíburasystur opna sig um ástina, hjónabandið og fordómana
Heimur

Samvaxnar tvíburasystur opna sig um ástina, hjónabandið og fordómana

Jóhann Valgeir Reynisson er fallinn frá
Minning

Jóhann Valgeir Reynisson er fallinn frá

Breytti nafni sínu í Silfurregn
Viðtal
Fólk

Breytti nafni sínu í Silfurregn

Lára kallar eftir úrbótum í geðheilbrigðismálum
Innlent

Lára kallar eftir úrbótum í geðheilbrigðismálum

Heimur

Áður óbirt myndefni af Jay Slater sýnd í nýrri heimildarmynd
Heimur

Áður óbirt myndefni af Jay Slater sýnd í nýrri heimildarmynd

Eitt frægasta mannshvarf Kanaríeyja skoðað í kjölinn
Samvaxnar tvíburasystur opna sig um ástina, hjónabandið og fordómana
Heimur

Samvaxnar tvíburasystur opna sig um ástina, hjónabandið og fordómana

Tveimur konum bjargað úr sjónum á Tenerife
Heimur

Tveimur konum bjargað úr sjónum á Tenerife

Myndir af Ghislaine  Maxwell á leið í jógatíma valda reiði fórnarlamba
Heimur

Myndir af Ghislaine Maxwell á leið í jógatíma valda reiði fórnarlamba

Ólétt kona missti höfuðið í loftárás en ástralskir læknar björguðu barninu
Myndband
Heimur

Ólétt kona missti höfuðið í loftárás en ástralskir læknar björguðu barninu

Vopnaður maður villti á sér heimildir þar sem halda á minningarathöfn um Charlie Kirk
Heimur

Vopnaður maður villti á sér heimildir þar sem halda á minningarathöfn um Charlie Kirk

Loka auglýsingu