1
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

2
Heimur

Tölvuhakkarar hafa lamað herskyldukerfi Rússa í mánuði

3
Heimur

Donald Trump varar við „mjög alvarlegum hefndaraðgerðum“ eftir banvæna árás í Sýrlandi

4
Innlent

Eldur tengir RÚV og hinsegin fólk við hryðjuverkaárásina í Ástralíu

5
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

6
Heimur

Fyrrverandi klámleikkona sakfelld fyrir morð á eiginmanni sínum

7
Heimur

Matarsendill sprautaði piparúða yfir skyndibita viðskiptavina

8
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

9
Heimur

Múslimi stöðvaði skotmann sem drap 11 á hátíð Gyðinga á Bondi-ströndinni

10
Fólk

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu

Til baka

„Alvarleg ógn við tilvist Lýsi“

Eigendur Lýsis segja að vegna hærri veiðigjalda verði ekki hægt að fá þorskalifur, roð og fleira.

Lýsi
LýsiGæti hætt að vera til - ef marka má umsögn Lýsis hf. við frumvarp um breytingu veiðigjalds.
Mynd: Lýsi

Lýsi hf, sem hagnaðist um rúman milljarð 2023 fyrir skatta og hálfan milljarð árið áður, dregur upp dökka mynd af ástandinu ef frumvarp um breytt veiðigjöld verður samþykkt á Alþingi. Þar með bætist félagið í hóp Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Þorsteins Más Baldvinssonar, ásamt fleiri útgerðarmönnum, sem hafa boðað efnahagslegt tjón verði þeir látnir greiða meira fyrir afnot af auðlindinni.

Fulltrúi Lýsis fullyrðir að frumvarp um breyttan útreikning veiðigjalds geti gert ómögulegt að ná í hráefni, meðal annars fyrir vinnslu lýsis. Þar með talið er lifur úr þorski, ufsa og ýsu, asfkurðir, fiskhausar, hryggir, roð, svil og slóg.

Með breyttum útreikningnum á veiðigjaldi fyrirhuga atvinnuvega- og fjármálaráðneytið að veiðigjald verði reiknað út frá markaðsvirði sjávarafla, frekar en verði sem myndast í eigin viðskiptum útgerða milli fiskveiði- og fiskvinnsluhluta þeirra. Með þessu er áætlað að 10 milljarðar króna hefðu verið greiddir í veiðigjöld í fyrra umfram fyrri reiknireglu. Við svo búið segjast sumir útgerðarmenn flytja fiskinn óunnin úr landi. „Það er stefnt mjög ákveðið að því að færa vinnsluna úr landi, það er ljóst. Það er mjög stutt yfir hafið,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fiskifréttir.

Hanna Katrín Friðriksson og Daði Már Kristófersson
RáðherrarHanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segja að útgerðin haldi 67% af hagnaði veiða en greiði 33% í afnotagjald af auðlindinni.
Mynd: Stjórnarráðið

Þorskalifur flutt inn frá útlöndum?

Eigendur Lýsis segja í umsögn sinni um frumvarpið að ekki verði til hráefni í lýsisvinnslu eftir að útgerðir því sem næst hætti vinnslu afla hérlendis.

„Verði tillaga frumvarps um auknar álögur stjórnvalda á sjávarútveginn að raunveruleika, má búast við verulegum samdrætti í framboði þessara aukaafurða sem Lýsi hf. byggir sína tilveru á. Fyrirséð er að útgerð muni hafa meiri arðsemi af því að flytja aflann óunnin úr landi vegna verulega lakari samkeppnisaðstöðu við vinnslu á fiski hér á landi. Líklegt er að stór hluti bolfisks verði unninn á sjó eða fluttur úr landi sem hráefni til vinnslu í niðurgreiddum sjávarvinnslum í Evrópulöndum og víðar. Ólíklegt má teljast að Lýsi hf. takist að ná aukaafurðum af þessum fiski aftur til Íslands til vinnslu með tilheyrandi kostnaði,“ segir í umsögn Lýsis hf.

Þannig gera eigendur Lýsis ráð fyrir því að flytja þurfi inn þorskalifur og fleira, vegna þess að útgerðir muni ekki vinna afla á Íslandi lengur.

„Lýsi hf. hefur markaðssett vörur sínar sem íslenskar í flestum tilfellum, þær eru framleiddar hér á landi með endurnýtanlegri orku og að hráefnin séu frá vottuðum fiskveiðum. Þessi sérkenni okkar leiða því til þess að það má teljast því sem næst ógerlegt fyrir okkar fyrirtæki að sækja flest hráefni til okkar fjölþættu vinnslu erlendis frá. Áætlanir stjórnvalda eru því alvarleg ógn við tilvist Lýsi hf. eftir 87 ára þróunarvinnu og uppbyggingu á vinnslu og mörkuðum fyrir aukaafurðir úr íslenskum sjávarútvegi.“

300 milljóna króna arður

Lýsi greiddi 237 milljónir króna í tekjuskatt 2023 af hagnaði sem nam rúmu milljarði, eða 1.055 milljónum króna. Félagið greiddi 300 milljónir króna í arð í fyrra.

Lýsi er eigandi í 28 öðrum félögum, þar á meðal útgáfufélagi Morgunblaðsins, Ísey Skyrbar, auk nýsköpunarfyrirtækja í nýtingu sjávarafurða. Félagið skuldaði 4,4 milljarða króna um áramótin 2023 og 2024, þar af að langmestu leyti í öðrum gjaldmiðlum en krónu, á móti 7,7 milljarða króna fastafjármunum.

Helstu eigendur Lýsis eru Katrín Pétursdóttir, með 54% hlut, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson með 24% hlut og Erla Katrín Jónsdóttir með 13% hlut.

Frumvarp um breytingu veiðigjalds var lagt fram af Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra í samvinnu við fjármálaráðuneyti Daða Más Kristóferssonar. Ein af forsendum frumvarpsins er að ríflega 10 milljarða króna veiðigjald, sem nú er, dugi ekki fyrir 11 milljarða króna kostnaði af þjónustu ríkisins við sjávarútveg. Þá er hins vegar ekki tekið tillit til margfeldisáhrifa og annarrar skattheimtu, eins og tekjuskatt starfsfólks og fyrirtækja.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

Er ákærð fyrir að hafa myrt föður sinni og reynt að myrða móður sína
Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum
Innlent

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli
Myndband
Heimur

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli

Only-Fans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik
Heimur

Only-Fans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar
Innlent

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele
Heimur

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni
Heimur

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife
Heimur

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu
Myndir
Fólk

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu

Stefán Máni segir íslenskar kvikmyndir tilgerðarlega þvælu
Innlent

Stefán Máni segir íslenskar kvikmyndir tilgerðarlega þvælu

Peningar

Fálkaorðan föl á erlendri sölusíðu
Myndir
Peningar

Fálkaorðan föl á erlendri sölusíðu

„Hinn almenni Íslendingur á svo sannarlega skilið að fá Fálkaorðu“
Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

Fyrrum ráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins stofna saman fyrirtæki
Peningar

Fyrrum ráðherra og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins stofna saman fyrirtæki

Heimili Einars Ben selt fyrir 445 milljónir
Myndir
Peningar

Heimili Einars Ben selt fyrir 445 milljónir

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu
Peningar

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman
Peningar

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman

Loka auglýsingu