1
Fólk

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu

2
Pólitík

Björn gagnrýnir stefnu Miðflokksins harðlega

3
Menning

Daníel segir eiginkonuna bestu söngkonu Íslands

4
Innlent

Grínskilti fjarlægt af vinnusvæði

5
Heimur

Stórfurðulegt slys þegar starfsmaður setti eldsneyti á flugvél

6
Heimur

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum

7
Innlent

Neita að greina frá refsingu árásarmanns í Kópavogi

8
Sport

Hugljúf skilaboð ungs stuðningsmanns til Alberts vöktu athygli

9
Landið

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja

10
Fólk

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

Til baka

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

„Ég lofa ykkur samt sem hugsið hlýlega til mín yfir hafið, að læsa útidyrahurðinni þegar ég fer að sofa á kvöldin.“

Anna Kristjánsdóttir
Anna KristjánsdóttirAnna hefur ekki séð glæpakvendið

Vélstjórinn grínaktugi, Anna Kristjáns fylgist vel með fréttum eins og margir Íslendingar en hún las frétt Mannlífs frá því um helgina af bresku glæpakvendi sem talið er að sé í felum í núverandi heimabæ Önnu, Los Cristianos á Tenerife.

Í nýjustu dagbókarfærslu sinni segist Anna hafa fengið fyrirspurn í gær á netinu hvort hún hefði séð til glæpakvendisins.

„Ég hefi greinilega ekki fylgst nógu vel með ástandinu á eyjunni að undanförnu því um eftirmiðdaginn í gær fékk ég fyrirspurn á netinu hvort ég hefði séð eitthvað til breskrar konu sem hafði stolið 300.000 sterlingspundum frá gamalli konu og fengið dóm að sér fjarstaddri, en það hefði frést af henni hér í Los Cristianos.“

Eftir að Anna las frétt Mannlífs ákvað hún að skoða staðarmiðlana og komst að því glæpakvendið hefði keypt tvær íbúðir í næsta nágrenni við Önnu.

„Í framhaldi af lestri fréttarinnar í Mannlífi skoðaði ég fréttirnar í Canarian Weekly og fylltist forvitni og fann út að hún hafði komið síðastliðið vor og keypt tvær íbúðir í El Mirador íbúðakjarnanum ofan við barstrikið við Avenida San Francisco og því í einungis 300 metra fjarlægð frá mér.“

Anna segist þó ekki hafa séð téða konu en telji þó öruggt að lögreglan hafi nú þegar handtekið hana, í ljósi þess sem fjölmiðlar virtust vita hvar hún byggi.

„Ég er samt alsaklaus af að hafa hitt þessa 62 ára gömlu konu sem sennilega er frá Preston, ca miðja vegu á milli Blackpool og Blackburn, allavega hefi ég ekki orðið vör við neina með fullt af seðlum á milli handanna á börunum hér í nágrenninu þó að nóg sé af börunum allt í kring. Að auki þykir mér það nokkuð líklegt, úr því að fjölmiðlar vita hvar hún býr, að lögreglan sé búin að skoða málið og handtaka hana og að hún sé komin í dýpstu dýflissur sem fyrirfinnast, ef ekki hér, þá í heimalandinu.“

Að lokum segir Anna að það þýði ekkert að spyrja hana út í glæpakvendið en lofar að læsa útidyrahurðinni þegar hún fari að sofa.

„Semsagt, það þýðir ekkert að spyrja mig um umrædda konu. Ég vildi samt ekki búa ofan við umrætt barstrik, því nægur er hávaðinn sem berst þaðan á kvöldin og yfir til mín í innan við 300 metra fjarlægð. Ég lofa ykkur samt sem hugsið hlýlega til mín yfir hafið, að læsa útidyrahurðinni þegar ég fer að sofa á kvöldin.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Sigmundur vill bjóða Trump í golf og veita honum verðlaun
Pólitík

Sigmundur vill bjóða Trump í golf og veita honum verðlaun

Formaður Miðflokksins ósáttur við ríkisstjórnina fyrir að tala ekki meira við Donald Trump.
Rauði krossinn: Endurreisn á Gaza mun taka mörg ár eftir eyðileggingu Ísraela
Heimur

Rauði krossinn: Endurreisn á Gaza mun taka mörg ár eftir eyðileggingu Ísraela

Kennari neitar sök í kókaínmáli
Heimur

Kennari neitar sök í kókaínmáli

Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn
Heimur

Eiginkona Bruce Willis segir að dætur hans syrgi föður sinn

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir
Landið

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir

Meðlimir Pussy Riot fordæma brottvísun rússneskrar fjölskyldu frá Íslandi
Innlent

Meðlimir Pussy Riot fordæma brottvísun rússneskrar fjölskyldu frá Íslandi

Strákarnir okkar börðust kröftuglega í sanngjörnu jafntefli við Frakkland
Myndir
Sport

Strákarnir okkar börðust kröftuglega í sanngjörnu jafntefli við Frakkland

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum
Myndir
Fólk

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum

Sex Palestínumenn drepnir í skothríð Ísraelshers á Gaza
Heimur

Sex Palestínumenn drepnir í skothríð Ísraelshers á Gaza

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum
Heimur

Kona fannst meðvitundarlaus við stýri með tóma blöðru í munninum

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja
Landið

Lögreglan lagði hald á tugi kílóa eiturlyfja

Atli dæmdur fyrir stunguárás
Innlent

Atli dæmdur fyrir stunguárás

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”
Myndband
Fólk

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”

Fólk

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene
Fólk

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

„Ég lofa ykkur samt sem hugsið hlýlega til mín yfir hafið, að læsa útidyrahurðinni þegar ég fer að sofa á kvöldin.“
Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands
Myndir
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum
Myndir
Fólk

Elvar og Eyrún selja í Garðabænum

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”
Myndband
Fólk

„Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi”

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu
Myndir
Fólk

Aldargamalt einbýli með óvenjulegri víngeymslu til sölu

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar
Fólk

Bubbi skrifar tónlistarsögu ævi sinnar

Loka auglýsingu