1
Pólitík

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði

2
Heimur

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun

3
Innlent

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger

4
Heimur

Leit hafin eftir að konu og hundi sem sópuðust út á sjó á Tenerife

5
Fólk

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns

6
Innlent

Maður varð fyrir hrottalegri hópárás ungmenna

7
Innlent

Stefán gagnrýnir hugmyndir um „rannsóknardómstól“ vegna séra Friðriks

8
Innlent

Listería í íslenskum grænmetisbollum

9
Heimur

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku

10
Fólk

Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista

Til baka

Anna býr mögulega aðeins 300 metrum frá glæpakvendinu á Tene

„Ég lofa ykkur samt sem hugsið hlýlega til mín yfir hafið, að læsa útidyrahurðinni þegar ég fer að sofa á kvöldin.“

Anna Kristjánsdóttir
Anna KristjánsdóttirAnna hefur ekki séð glæpakvendið

Vélstjórinn grínaktugi, Anna Kristjáns fylgist vel með fréttum eins og margir Íslendingar en hún las frétt Mannlífs frá því um helgina af bresku glæpakvendi sem talið er að sé í felum í núverandi heimabæ Önnu, Los Cristianos á Tenerife.

Í nýjustu dagbókarfærslu sinni segist Anna hafa fengið fyrirspurn í gær á netinu hvort hún hefði séð til glæpakvendisins.

„Ég hefi greinilega ekki fylgst nógu vel með ástandinu á eyjunni að undanförnu því um eftirmiðdaginn í gær fékk ég fyrirspurn á netinu hvort ég hefði séð eitthvað til breskrar konu sem hafði stolið 300.000 sterlingspundum frá gamalli konu og fengið dóm að sér fjarstaddri, en það hefði frést af henni hér í Los Cristianos.“

Eftir að Anna las frétt Mannlífs ákvað hún að skoða staðarmiðlana og komst að því glæpakvendið hefði keypt tvær íbúðir í næsta nágrenni við Önnu.

„Í framhaldi af lestri fréttarinnar í Mannlífi skoðaði ég fréttirnar í Canarian Weekly og fylltist forvitni og fann út að hún hafði komið síðastliðið vor og keypt tvær íbúðir í El Mirador íbúðakjarnanum ofan við barstrikið við Avenida San Francisco og því í einungis 300 metra fjarlægð frá mér.“

Anna segist þó ekki hafa séð téða konu en telji þó öruggt að lögreglan hafi nú þegar handtekið hana, í ljósi þess sem fjölmiðlar virtust vita hvar hún byggi.

„Ég er samt alsaklaus af að hafa hitt þessa 62 ára gömlu konu sem sennilega er frá Preston, ca miðja vegu á milli Blackpool og Blackburn, allavega hefi ég ekki orðið vör við neina með fullt af seðlum á milli handanna á börunum hér í nágrenninu þó að nóg sé af börunum allt í kring. Að auki þykir mér það nokkuð líklegt, úr því að fjölmiðlar vita hvar hún býr, að lögreglan sé búin að skoða málið og handtaka hana og að hún sé komin í dýpstu dýflissur sem fyrirfinnast, ef ekki hér, þá í heimalandinu.“

Að lokum segir Anna að það þýði ekkert að spyrja hana út í glæpakvendið en lofar að læsa útidyrahurðinni þegar hún fari að sofa.

„Semsagt, það þýðir ekkert að spyrja mig um umrædda konu. Ég vildi samt ekki búa ofan við umrætt barstrik, því nægur er hávaðinn sem berst þaðan á kvöldin og yfir til mín í innan við 300 metra fjarlægð. Ég lofa ykkur samt sem hugsið hlýlega til mín yfir hafið, að læsa útidyrahurðinni þegar ég fer að sofa á kvöldin.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ákærður fyrir skjalafals og brot á útlendingalögum
Innlent

Ákærður fyrir skjalafals og brot á útlendingalögum

Um er að ræða ungan karlmann
Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista
Myndir
Fólk

Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista

Lögreglan gerir athugasemd við orðanotkun fjölmiðla
Innlent

Lögreglan gerir athugasemd við orðanotkun fjölmiðla

Maður varð fyrir hrottalegri hópárás ungmenna
Innlent

Maður varð fyrir hrottalegri hópárás ungmenna

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku
Heimur

Rússneskur hermaður myrti konu eftir fimm klukkustunda gíslatöku

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun
Heimur

Frjósemisklíník klúðraði glasafrjóvgun

Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE
Myndband
Heimur

Fréttamaðurinn Don Lemon handtekinn vegna mótmæla gegn ICE

Listería í íslenskum grænmetisbollum
Innlent

Listería í íslenskum grænmetisbollum

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger
Innlent

Vara við notkun á glösum úr Flying Tiger

Sjálfstæðisflokkurinn logar
Slúður

Sjálfstæðisflokkurinn logar

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns
Fólk

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði
Myndband
Pólitík

Ungir Sjálfstæðismenn ráðast gegn Ingu Sæland í myndskeiði

Fólk

Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista
Myndir
Fólk

Rándýr Vesturbæjarperla á sölulista

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns
Fólk

Það stefnir allt í kojufyllirí hjá Önnu Kristjáns

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum
Fólk

Illugi lýsir augnabliki fegurðar í heita pottinum

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu
Fólk

Stjörnulögmaður fær nýja vinnu

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu
Myndir
Fólk

Glæsilegt einbýlishús með sjávarútsýni á Seltjarnarnesi til sölu

Loka auglýsingu