
Undanfarnar vikur hafa átt sér stað miklar umræður á Íslandi um veðmálastarfsemi og happdrætti. Fólk hefur mismiklar áhyggjur af slíku en löggjöf á Íslandi þykir strangari en í mörgum öðrum löndum en þeim lögum hefur lítið verið fylgt eftir.
Anna Kristjánsdóttir, vélstjóri á Tenerife, er ein þeirra sem hefur tekið ákvörðun um að skipta um gír þegar kemur að happdrætti og mun minnka fjárhættuspil sín talsvert.
„Fyrir nokkru síðan fann ég mér nýtt sparnaðarráð,“ skrifar Anna á Facebook-síðu sinni.
„Ég fór að reikna út hvað ég eyddi miklu á mánuði í hin ýmsu happdrætti og lottóleiki og ákvað að segja upp áskriftinni að því flestu. Með þessu sparaði ég 40.000 krónur á mánuði og ég get alveg notað þessar 480.000 krónur á ári í eitthvað annað en falskar vonir um milljarða í vinninga.“

Komment