1
Fólk

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið

2
Innlent

Birti myndband af stórfurðulegu slysi í Garðabæ

3
Heimur

„Það eru tvær setningar sem segja mér að hjónabandið sé búið“

4
Landið

Ísak rændi bíl í Veiðivötnum

5
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

6
Pólitík

Ungir Miðflokksmenn segja fjölmiðla ljúga

7
Innlent

MAST varar við neyslu eggja

8
Landið

Stuðningur við Palestínumenn óvelkominn hjá Strandabyggð

9
Landið

Gera grín að lélegum vegmerkingum í Fjallabyggð

10
Innlent

Hjálmtýr vekur athygli á sölu vína frá „landránsbyggðum“ Ísraels

Til baka

Anna hélt sína eigin Menningarnótt á Tenerife

„Við vorum menningarleg án þess að þurfa að hlaupa maraþon né hlusta á þrautleiðinlega tónleika.“

Anna Kristjánsdóttir
Anna KristjánsdóttirAnna hlusta ekki á rapp

Á meðan menningarþyrstir Íslendingar nutu sín á Menningarnótt á laugardaginn, hélt Anna Kristjánsdóttir og vinir hennar sína eigin Menningarnótt suður á Tenerife. Ekki er að heyra á orðum Önnu að henni þyki mikið til Menningarnætur koma.

„Dagur 2203 – Menningarnótt á Tenerife.
Mér skilst að það hafi verið Menningarnótt í Reykjavík í gær. Suður í höfum héldum við einnig Menningarnótt, en þó með öðru sniði. Við vorum menningarleg án þess að þurfa að hlaupa maraþon né hlusta á þrautleiðinlega tónleika.“

Þannig hefst nýjasta dagbókarfærsla vélstjórans suður í höfum, en hún er eins og aðrar færslur hennar, löðrandi í húmor og kaldhæðni. Næst segir hún frá því að frænka hennar hafi komið í heimsókn og segir hún að henni hafi verið fagnað sem týndu dótturinni.

„Merkilegt nokk, þá kom Kristrún frænka mín í heimsókn til mín í gær. Hún hafði ekki komið í langan tíma eða í heilar fjórar vikur og ég var farin að óttast að hún væri búin að gleyma því hve allt er yndislegt á Tenerife. En hún kom nú samt og við íbúarnir fögnuðum henni eins og týndu dótturinni, slátruðum lambi henni til heiðurs og héldum á kínverskan veitingastað þar sem boðið var upp á Donald Trump, afsakið Duck í appelsínusósu, en síðan var haldið á Búkkann þar sem Daniel þjónaði til borðs. Daniel á að vinna fimmtudaga og sunnudaga, en nú var hann einnig á laugardagskvöldi.“

Í síðari helmingi færslunnar segist Anna hlusta æ minna á uppáhaldsútvarpsstöðina sína, Rás 2. Ástæðuna segir hún vera þá að rapp flæði þar upp um allar koppagrundir, og það líkar Önnu ekki. Gengur hún svo langt að segja rapp ekki vera tónlist.

„Jú, meðan ég man. Ég er farin að draga verulega úr hlustun á Rás 2 hjá RÚV. RÚV er vissulega mitt uppáhaldsútvarp, en að undanförnu hefi ég heyrt svo mikið af rappi í stað tónlistar að ég er farin að hlusta á Gullbylgjuna sem og Léttbylgjuna í stað gömlu uppáhaldsrásarinnar minnar. Þau sem eru mér ósammála mega halda áfram að hlusta á sitt rapp, en sem betur fer á ég mikið af tónlist á diskum, gömul tónlist og síðari tíma tónlist á borð við Bubba Mortens og þarf ekki á rappi að halda til að létta mér stundirnar.
Svo get ég ávallt létt mér stundirnar ef ég vil hlusta á eitthvað erlent með því að hlusta á Mike Oldfield, Pink Floyd, Queen og Iron Maiden, en rapp er ekki meðal minna tónlistaráhugamála.
Þetta var bull sunnudagsmorgunsins.“


Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur
Myndband
Landið

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur

„Er kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum fyrir öðrum en fólki með einhverskonar réttindi og ábyrgð?”
Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza
Innlent

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife
Heimur

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Barni bjargað eftir að hafa legið 40 klukkustundir undir rústum
Heimur

Barni bjargað eftir að hafa legið 40 klukkustundir undir rústum

Ástþór bóndi: „Eru það ekki bara mannréttindi?“
Innlent

Ástþór bóndi: „Eru það ekki bara mannréttindi?“

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Danir ætla kaupa langdræg vopn vegna ógn Rússa
Heimur

Danir ætla kaupa langdræg vopn vegna ógn Rússa

Fleiri en 82.000 erlendir ríkisborgarar á Íslandi
Innlent

Fleiri en 82.000 erlendir ríkisborgarar á Íslandi

Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

„Ég ætla mér ekkert annað í þetta skiptið – engir aðrir brandarar, bara kettir“
Hugguleg útsýnisíbúð á spottprís
Fólk

Hugguleg útsýnisíbúð á spottprís

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið
Myndir
Fólk

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu
Fólk

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu

Loka auglýsingu