1
Fólk

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið

2
Innlent

Birti myndband af stórfurðulegu slysi í Garðabæ

3
Heimur

„Það eru tvær setningar sem segja mér að hjónabandið sé búið“

4
Peningar

Fimmtán auðjöfrar á Austurlandi

5
Innlent

MAST varar við neyslu eggja

6
Landið

Ísak rændi bíl í Veiðivötnum

7
Pólitík

Ungir Miðflokksmenn segja fjölmiðla ljúga

8
Landið

Stuðningur við Palestínumenn óvelkominn hjá Strandabyggð

9
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

10
Landið

Gera grín að lélegum vegmerkingum í Fjallabyggð

Til baka

Árni og Guðrún opnuðu sambandið í fyrra

„Fyrstu skrefin voru mjög erfið”

Árni
Árni Björn KristjánssonÁrni ræðir opinskátt við Sölva í nýju viðtali
Mynd: YouTube-skjáskot

Árni Björn Kristjánsson, fasteignasali og vaxtarræktarmaður, segir þá lífsreynslu að eiga langveikt barn vera eitthvað sem ekki sé hægt að skilja nema upplifa það. Árni, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hefur vakið athygli fyrir að feta ótroðnar slóðir á samfélagsmiðlum, þar sem hann hefur birt myndbönd af sér nöktum, grátandi, dansandi og talað á einlægum nótum um andlega erfiðleika:

„Sumt af þessu virðist stuða fólk, en aðrir eru mjög ánægðir og senda manni stuðning og góð viðbrögð. Mér hefur alltaf fundist gaman að vera ekki eins og allir aðrir og þora að fara mínar eigin leiðir. En það virðist stuða sumt fólk mikið ef maður þorir að vera öðruvísi. Ég held það sé oftast þannig að ef eitthvað triggerar mann mikið hjá öðru fólki snýr það að eigin óöryggi og einhverju sem maður þyrfti kannski að skoða hjá sjálfum sér. Mest af þessu er jákvætt, en ég og konan mín verðum alveg vör við það að sumt fólk í kringum okkur hefur verið að slúðra og finnst þetta skrýtið. Við höfum alveg heyrt af því að fólk sé að spyrja: „Hvað er í gangi með Árna? Hvað er í gangi með Árna og Guðrúnu? Er ekki allt í lagi hjá þeim?“. 

Árni og Guðrún hafa verið saman í fimmtán ár og eiga þrjú börn. Dóttir þeirra, sem nú er 12 ára hefur glímt við mikil veikindi alveg frá fæðingu. Árni segir erfitt að lýsa þeirri reynslu að eiga langveikt barn:

„Það að eiga langveikt barn er eitthvað sem enginn skilur nema þeir sem ganga í gegnum það og hafa upplifað það. Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað. Ég fer nánast að tárast og fæ gæsahúð bara þegar ég tala um þetta. Jafnvel fólki sem þykir mjög vænt um mann og langar að skilja og er að gera sitt besta getur ekki alveg sett sig í spor manns. Vegferð okkar með dóttur okkar hefur kennt okkur rosalega margt. Hún er núna orðin 12 ára og við höfum farið í gegnum allan skalann af tilfinningum saman. Fyrstu 2 árin hennar voru þannig að við Guðrún munum mjög lítið eftir því tímabili, þegar við vorum meira og minna inn og út af sjúkrahúsum. Ég var greindur með áfallastreituröskun sem má tengja beint við þetta. Þetta er ekki einhver einn atburður, heldur bara stanslaust ,,fight or flight” ástand að horfa upp á barnið sitt í þessarri stöðu og þetta fer ekki neitt. Ég er hægt og rólega búinn að finna jafnvægið og hvað taugakerfið mitt ræður við. En konan mín fór í alvöru ,,burnout” fyrir nokkrum árum eftir höfuðhögg, sem kom ofan á þetta allt saman og það tók hana langan tíma að koma til baka. En á endanum er þetta allt saman svo mikils virði. Dóttir okkar hefur kennt okkur æðruleysi, hjálpað okkur að þroskast og gefið okkur rosalega margar gjafir í formi gleði, lærdóms og þroska. Litlir hlutir sem aðrir taka algjörlega sjálfsögðum er eitthvað sem við fögnum og finnum djúpt þakklæti fyrir.”

Árni lifði og hrærðist í CrossFit-heiminum í meira en áratug, þar sem hann bæði keppti og þjálfaði, en svo skipti hann um takt fyrir nokkrum árum síðan.

„Crossfit er mjög „extreme” íþrótt ef þú ert kominn á þann stað að ætla að keppa og ná árangri. Það er nánast þannig að þeir sem ná lengst þurfa að vera annað hvort einhverfir eða fá eitthvað mikið út úr þjáningu. Sumt af þessu fólki er að gera hluti sem þú átt ekki að geta gert. Ég talaði alltaf um að það væri mín þerapía að fara á æfingu, en þegar ég horfi til baka sé ég að fleiri klukkutímar á dag í að þjást á æfingum var meira flótti en nokkuð annað. Núna finnst mér geggjað að fara bara á æfingu í klukkutíma, svíða aðeins í vöðvunum og fara svo bara heim. Það er meira en nóg og mér líður mun betur þó að ég sé kannski ekki í jafngóðu formi,” segir Árni og heldur áfram:

„Það hefur orðið mikil breyting á lífi mínu á undanförnum árum og samfélagsmiðlarnir endurspegla það. Ég hætti í CrossFit í kringum Covid, eftir að hafa fengið mjög slæmt tilfelli af Covid og endaði með hjartavandamál. Ég fann að það var kominn tími fyrir mig að gera hlutina öðruvísi og finna mig aftur. Ég var búinn að helga líf mitt Crossfit í fleiri ár, en þarna mætti ég alls konar hlutum sem var kominn tími fyrir mig að vinna í. Ég á langveikt og fatlað barn og hef lent í alls konar áföllum en hafði aldrei unnið markvisst úr þeim fyrr en þarna.”

Árni hefur sem fyrr segir verið óhræddur við að berskjalda sig á samfélagsmiðlum og deila þar hlutum sem flestir deila ekki. Árni og eiginkona hans, Guðrún Ósk Maríasdóttir ákváðu á síðasta ári í sameiningu að breyta sambandinu og opna fyrir náttúrulegar tengingar við aðra einstaklinga:

„Við erum búin að vera saman í 15 ár og vera gift 10 ár, en síðustu 2 árin erum við búin að þurfa að mæta hlutum sem voru undir yfirborðinu fram að því af því að við þorðum ekki að opna á þá. Nú erum við búin að opna á allt saman og það hefur leitt alls konar hluti úr læðingi. Það er mjög erfitt að taka fyrstu skrefin í þessu, af því að maður þarf að mæta alls kyns hlutum innra með sér. Við tókum þessa ákvörðun eftir mjög djúpa sjálfsvinnu. Þá ákváðum við að opna á að leyfa hlutunum að gerast, en svo gerðust þeir bara mjög hratt. Flestir vilja ekki einu sinni skoða þessa parta innra með sér og mæta þeim sárum og hindrunum sem koma upp þegar þú leyfir maka þínum að vera í algjöru frelsi. En tíðni skilnaða og framhjáhalda sýnir að það eru margir mjög ófrjálsir í sinum samböndum. Er þá ekki betra að vera í fullum heiðarleika og ræða þessa hluti við maka sinn heldur en að fara í óheiðarleika og svo springur allt í loft upp?,” segir Árni, sem segir þau hjónin hafa fundið talsverðan mun á kynjunum eftir að þau fóru að tala um þessa hluti opinberlega:

„Það er áhugavert að sjá mun kynjanna eftir að við ræddum um þetta opinberlega. Konur virðast almennt opnari fyrir því að sjá þetta með jákvæðum augum og vera forvitnar, en mikið af karlmönnum virðast misskilja þetta alveg og konan mín hefur fengið mikið af skilaboðum frá ókunnugum mönnum sem virðast halda að hún sé til í þá alla. Karlmenn nálgast þessa hluti á allt annan hátt, á meðan það er meiri virðing af hálfu kvenna. Það að við séum með opið á frelsi í sambandinu þýðir ekki að við vöknum alla morgna að leyta okkur að fólki til að sofa hjá. Þó að við séum formlega í opnu sambandi núna, þá erum við 99% af tímanum í einkvæni. Við erum bara opin fyrir öllum þeim tengingum sem gætu mögulega komið upp og það eru engin boð eða bönn. Við bara ræðum saman um allt sem kemur upp.”

Árni segist alltaf hafa lifað lífi sínu þannig að hann þurfi að prófa hlutina á eigin skinni, en geti ekki lifað eftir fyrirframgefnum formúlum og því hvernig samfélagið segi að fólk eigi að hegða sér:

„Þegar eitthvað er gert einhvern vegin bara af því að það hefur alltaf verið þannig eða einhver segir það, þá get ég ekki bara samþykkt það og hlýtt. Ég þarf að upplifa hluti og prófa þá til þess að komast að því hvort þeir séu fyrir mig eða ekki. Það er ekki nóg fyrir mig að einhver segi að hlutirnir eigi að vera einhvern vegin. Ég og konan mín fórum fyrst í gegnum það að vera skrýtin í augum annarra þegar við „Vegan”. Það tímabil æfði okkur í því að prófa að vera öðruvísi og átta sig á því að það væri í lagi. Maður áttar sig alltaf betur og betur á því að það er ekkert persónulegt ef einhver stuðast af því hvernig maður lifir lífi sínu. En það er þeim mun fallegra þegar einhver hefur samband og lætur vita að maður sé að hjálpa með því að þora að vera maður sjálfur.”

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur
Myndband
Landið

Valdimar Örn er ósáttur við utanvegaakstur

„Er kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum fyrir öðrum en fólki með einhverskonar réttindi og ábyrgð?”
Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza
Innlent

Segir risastóra bylgju dauðsfalla verða þegar kólnar í vetur á Gaza

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife
Heimur

Rauð viðvörun í gildi á Tenerife

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Barni bjargað eftir að hafa legið 40 klukkustundir undir rústum
Heimur

Barni bjargað eftir að hafa legið 40 klukkustundir undir rústum

Ástþór bóndi: „Eru það ekki bara mannréttindi?“
Innlent

Ástþór bóndi: „Eru það ekki bara mannréttindi?“

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Danir ætla kaupa langdræg vopn vegna ógn Rússa
Heimur

Danir ætla kaupa langdræg vopn vegna ógn Rússa

Fleiri en 82.000 erlendir ríkisborgarar á Íslandi
Innlent

Fleiri en 82.000 erlendir ríkisborgarar á Íslandi

Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja
Fólk

Ætlar að verða fyrsti grínistinn til að segja brandara sem aðeins kettir skilja

„Ég ætla mér ekkert annað í þetta skiptið – engir aðrir brandarar, bara kettir“
Hugguleg útsýnisíbúð á spottprís
Fólk

Hugguleg útsýnisíbúð á spottprís

Björgvin Franz selur híbýlið
Fólk

Björgvin Franz selur híbýlið

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið
Myndir
Fólk

Björgvin Franz er eins og Tortímandinn eftir slysið

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu
Fólk

Svarthvítt hús á Seltjarnarnesi til sölu

Loka auglýsingu