
Ástrós Traustadóttir, raunveruleikastjarna og áhrifavaldur, hefur stofnað fyrirtækið SKANDA ehf.
Tilgangur félagsins er stafræn markaðssetning og bókaútgáfa. Áhrifavaldurinn er þó ekki einn í þessu því Adam Karl Helgason, maki Ástrósar, á félagið með henni. Ástrós er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og fer með prókúruumboð.
Ástrós gaf einmitt út skipulagsdagbókina Ég um mig þann 16. nóvember en hún er til sölu á heimasíðu hennar.
„Það fór mikil vinna í hönnunina og smáatriðin og ég er svo stolt af útkomunni. Ég um mig hefur hjálpað mér að finna meiri skýrleika, ró og árangur í lífinu,“ sagði Ástrós um bókina á samfélagsmiðlum.
Raunveruleikastjarnan er sennilega þekktust fyrir sjónvarpsseríuna LXS þar sem fylgst var með lífi fimm íslenskra áhrifavalda.

Komment