1
Heimur

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump

2
Pólitík

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“

3
Heimur

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife

4
Heimur

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis

5
Heimur

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný

6
Pólitík

Pétur lagði Heiðu

7
Innlent

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi

8
Innlent

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg

9
Pólitík

„Hreinlegast væri nú fyrir Heiðu að draga sig í hlé“

10
Innlent

Unglingur mætti með rafmagnsvopn í partý

Til baka

Bandaríkin formlega hætt í Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni

Segja að WHO hafi „svívirt og eyðilagt allt það sem Bandaríkin hafa lagt til“.

WHO
Við höfuðstöðvar WHOFáni Bandaríkjanna tekinn niður
Mynd: Facebook

Bandaríkin hafa nú formlega sagt sig úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), sem þýðir að stofnunin missir einn stærsta fjárhagslega bakhjarl sinn.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, undirritaði forsetatilskipun um úrsögnina fyrir ári síðan, eftir að hafa gagnrýnt stofnunina harðlega og sagt hana hafa verið of „Kína-miðaða“ í viðbrögðum sínum við Covid-19 faraldrinum.

Bandaríska heilbrigðisráðuneytið (HHS) segir ákvörðunina byggða á meintri „vanstjórn“ WHO á heimsfaraldrinum, skorti á umbótavilja og pólitískum afskiptum aðildarríkja. WHO hefur hafnað þessum ásökunum alfarið og sagði framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus, að brotthvarf Bandaríkjanna væri tap, bæði fyrir Bandaríkin sjálf og heiminn allan.

WHO bendir á mikilvægt hlutverk sitt í alþjóðlegri baráttu gegn mænusótt, HIV/alnæmi, mæðradauða og í innleiðingu alþjóðlegs tóbaksvarnarsamnings. Eftir heimsfaraldurinn var einnig samið um alþjóðlegan farsóttasamning sem miðar að betri viðbúnaði og sanngjarnari dreifingu bóluefna og lyfja. Allar aðildarþjóðir WHO samþykktu samninginn í apríl í fyrra, nema Bandaríkin.

Bandaríkin hafa lengi verið meðal stærstu styrktaraðila WHO en hafa ekki greitt aðildargjöld sín fyrir árin 2024 og 2025. Það hefur þegar leitt til umfangsmikilla uppsagna innan stofnunarinnar. Lögfræðingar WHO telja Bandaríkin skuldbundin til að greiða vangoldin gjöld, sem nema um 260 milljónum dala, en stjórnvöld í Washington hafna því.

Í yfirlýsingu segir að öll bandarísk fjármögnun til WHO hafi verið stöðvuð, bandarískir starfsmenn kallaðir heim frá höfuðstöðvum stofnunarinnar í Genf og samstarf Bandaríkjanna við WHO víða um heim fellt niður.

Í sameiginlegri yfirlýsingu heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Robert F. Kennedy, og utanríkisráðherrans Marco Rubio segir að WHO hafi „svívirt og eyðilagt allt það sem Bandaríkin hafa lagt til“. Þeir segja stofnunina hafa „yfirgefið kjarnahlutverk sitt og starfað ítrekað gegn hagsmunum Bandaríkjanna“.

WHO sagði á föstudag að brotthvarf Bandaríkjanna yrði til umræðu á næsta stjórnarfundi stofnunarinnar, sem fer fram dagana 2.–7. febrúar, og að brugðist yrði við í samræmi við leiðbeiningar stjórnvalda hennar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Hreinlegast væri nú fyrir Heiðu að draga sig í hlé“
Pólitík

„Hreinlegast væri nú fyrir Heiðu að draga sig í hlé“

Björn Þorláksson rýnir í stöðu Samfylkingarinnar í borginni
Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis
Myndband
Heimur

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis

Ók fullur og vímaður á gangstíg
Innlent

Ók fullur og vímaður á gangstíg

Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis
Myndband
Heimur

Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg
Innlent

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi
Innlent

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi

Hungursneyð dýpkar í Eþíópíu eftir niðurskurð Bandaríkjanna
Heimur

Hungursneyð dýpkar í Eþíópíu eftir niðurskurð Bandaríkjanna

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný
Heimur

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife
Heimur

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump
Heimur

Harrý Bretaprins er æfur út í Donald Trump

Unglingur mætti með rafmagnsvopn í partý
Innlent

Unglingur mætti með rafmagnsvopn í partý

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“
Ný frétt
Pólitík

Borgarstjóri biður Pétur afsökunar: „Hef einsett mér að gera betur“

Heimur

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis
Myndband
Heimur

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis

„Hvað í fjandanum gerðuð þið? Hvað í fjandanum gerðuð þið?“
Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife
Heimur

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife

Bandaríkin formlega hætt í Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni
Heimur

Bandaríkin formlega hætt í Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni

Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis
Myndband
Heimur

Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis

Hungursneyð dýpkar í Eþíópíu eftir niðurskurð Bandaríkjanna
Heimur

Hungursneyð dýpkar í Eþíópíu eftir niðurskurð Bandaríkjanna

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný
Heimur

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný

Loka auglýsingu