1
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

2
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

3
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

4
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

5
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

6
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

7
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

8
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Til baka

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

„Heiðríkja“ og „skuggar“ í lífi Gylfa Ægissonar, sem varð bráðkvaddur í gær.

Bubbi Morthens
Mynd / Hallur Karlsson
Bubbi MorthensHitti Gylfa Ægisson 1974 á vertíð í Höfn í Hornafirði.

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens kveður söngvaskáldið Gylfa Ægisson í hjartnæmri lýsingu á Facebook í kvöld. Bubbi rekur bæði rótina að „skugganum“ í lífi Gylfa og segir svo af honum skemmtisögu.

Hlátur bakvið sturtutjaldið

„Einu sinni vildi hann hrekkja mig. Við vorum að ferðast með Pöpunum og hann faldi sig bakvið sturtuhengið á baðinu í herberginu mínu til að bregða mér. Ég var búinn að vera að vesenast í herberginu þegar ég heyri niðurbældan hlátur berast til mín,“ segir Bubbi.

Stórfættum tónlistarmanninum gekk ekki vel að fela sig.

„Ég opna dyrnar á baðinu, sé svarta skó - og skónúmer Gylfa var stórt - standa útundan tjaldinu, og þegar ég svipti því frá var hann í sviðsbúningnum með húfuna góðu lekandi ofaní sturtubotninn, veinandi af hlátri. Nú spring ég líka, hann stynjandi milli hviðanna, ég var svo spenntur að ég sprakk, nú sturlaðist ég af hlátri og hrundi í gólfið og þarna lágum við veinandi af hlátri,“ segir Bubbi og klykkir út með: „Svona vil ég minnast hans. Við komum og við förum.“

Gylfi Ægisson
Gylfi ÆgissonSamdi lagið Í sól og sumaryl.
Mynd: kvikmyndavefurinn.is

Skugginn

Bubbi og Gylfi hittust fyrst veturinn 1974 á vertíð á Höfn í Hornafirði.

„Hann sat við skemmtara sem hótelið skartaði og spilaði lag sem var fáránlega gott, allt við það virkaði, melódían og textinn, hvort tveggja geggjað. Úti var harður vetur en lagið var um sól og yl,“ segir hann. „Gylfi var þéttur yfir herðarnar, hendurnar með þykka lófa, svert bak og döpur augu af drykkju. Hann virkaði glerharður en reyndist ljúfur sem lamb. Rödd hans virkaði væmin vegna drykkjunnar og drafandi. Við tókum kvöldið saman, ég spilaði og söng og hann gerði það sama. Eftir þetta átti ég eftir að vera með honum í Eyjum um sumarið og kynntist þá líka bróður hans, Lýður hét hann, sprúðlandi músíkmaður líka. Í gegnum árin hittumst við öðru hverju, þá var bjart yfir honum, hann málaði skip og seldi skipstjórum og útgerðarmönnum og gerði það gott. Það var einhver heiðríkja yfir honum, jafnvel bernska.“

„Það var einhver heiðríkja yfir honum, jafnvel bernska.“
Bubbi Morthens um Gylfa Ægissoon

Eitt umdeilt skeið í lífi Gylfa var það sem hann sjálfur kallaði „hommastríðið“ og snerist um andstöðu hans við gleðigöngu samkynhneigðra og ýmislegt sem tengdist baráttu þeirra fyrir sýnileika og meðtekningu.

„Hann hafði samt sína skugga og einn af þeim var að þegar hann var í kringum unglingsárin reyndi maður að brjóta á honum kynferðislega á Siglufirði,“ segir Bubbi. „Sá atburður mótaði sýn hans á samkynheigða og hann fór að stíga fram reiður og setti allt sem tengdist regnboganum á barnaníð af einhverju tagi. Ég hringdi í hann og við töluðum saman, ég hvatti hann til að finna sér góða manneskju og gera upp þetta áfall. Hann hélt nú ekki og þar við sat. Við Sóli Hólm sættum okkur við það. Gylfi var góður drengur, snjall lagasmiður, frábær textasmiður og hláturmildur prakkari.“

Gylfi Ægisson varð bráðkvaddur á heimili sínu í fyrrinótt. Hann var á 79. aldursári.

Gylfi hóf tónlistarferil sinn með hljómsveitum á borð við Berki frá Bolungarvík og Eymönnum frá Vestmannaeyjum. Fyrsta lag hans sem var gefið út á plötu var „Í sól og sumaryl“, sem hann samdi í Lystigarðinum á Akureyri og var gefið út af hljómsveit Ingimars Eydal árið 1972.

Á ferli sínum samdi Gylfi fjölda sígildra laga, þar á meðal „Jibbý jei“ sem hljómsveitin Svanfríður flutti, og „Minning um mann“, sem Logar frá Vestmannaeyjum komu á framfæri. Hann samdi einnig þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 1974, „Eyjan mín bjarta“, þegar hátíðin var haldin í tvöhundraðasta sinn.

Árið 1980 stofnaði Gylfi ásamt Rúnari Júlíussyni og fleiri þekktum listamönnum hljómsveitina Áhöfnina á Halastjörnunni. Vinsælt lag hans, „Stolt siglir fleyið mitt“, kom út sama ár á plötunni Meira salt.

Gylfi lagði einnig mikla rækt við tónlist fyrir börn og gaf út fjölda svokallaðra Söngævintýra, þar sem hann vann með sígild ævintýri í lagformi.

Samkvæmt tónlistarsafninu Glatkistan gaf Gylfi út hátt í fjörutíu sólóplötur, auk fjölmargra annarra útgáfa með hljómsveitum og á safnplötum. Lög hans lifa áfram sem hluti af íslenskri tónlistararfi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

„Ég hef bara aldrei séð svona áður á ævinni“
Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Fólk

Prettyboitjokkó keypti glæsihöll frænku sinnar
Fólk

Prettyboitjokkó keypti glæsihöll frænku sinnar

Litlar 199 milljónir settar á glæsihýsið
Anna hélt sína eigin Menningarnótt á Tenerife
Fólk

Anna hélt sína eigin Menningarnótt á Tenerife

Björgvin Franz mölbrotinn eftir slys
Fólk

Björgvin Franz mölbrotinn eftir slys

Draumaferð Lindu lituð af óheppilegum veikindum
Myndir
Fólk

Draumaferð Lindu lituð af óheppilegum veikindum

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi
Fólk

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi

Loka auglýsingu