
Þjóðin getur tekið gleði sína á ný því frægasti hrafn landsins, Dimma, er loksins kominn í leitirnar.
Jóhann Helgi Hlöðversson, besti vinur Dimmu, hefur undanfarna daga sagt frá hvarfi Dimmu á Facebook en lengi vel var óttast að tófa hefði náð henni við Helluvatn. Nú er hins vegar komið á daginn að það átti ekki við rök að styðjast, en vinur Jóhanns Helga, Einar Mikael fann Dimmu við búrið hennar í dag. Jóhann Helgi birti eftirfarandi færslu og myndskeið af endurfundinum feðginanna:
„Gleðifréttir! Dimma er komin heim. Fékk símtal frá vini mínum Einar Mikael töframaður sem hringdi í mig rétt í þessu og spurði : Ert þú að leita að hrafni? Ég svaraði því játandi og spurði: hvar ert þú? Fyrir framan búrið hennar svaraði hann:) Dimma var mjög glöð að hitta pabba sinn og þakkar kærlega öllum aðdáendum sínum sem hafa haft áhyggjur af velferð hennar. Dimma virðist í góðu standi en var ánægð með heilan pakka af SS pylsum.“

Komment