
Plötusnúðurinn DJ Fat Tony hefur greint frá því sem raunverulega átti sér stað í brúðkaupi Brooklyn Beckham og Nicola Peltz, eftir að Brooklyn birti ítarlega yfirlýsingu um deilur sínar við foreldra sína, Victoria Beckham og David Beckham.
Brooklyn, sem er 26 ára, vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hann birti sex blaðsíðna yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki hafa áhuga á að sættast við foreldra sína. Þar hélt hann því fram að móðir hans hefði „hertekið“ fyrsta dans hans og eiginkonu sinnar í brúðkaupinu.
„Marc Anthony kallaði mig upp á svið, þar sem samkvæmt dagskrá átti að vera rómantíski fyrsti dansinn minn með eiginkonu minni, en í staðinn beið móðir mín þar eftir að dansa við mig,“ skrifaði Brooklyn.
„Hún dansaði mjög óviðeigandi upp við mig fyrir framan alla. Ég hef aldrei á ævinni liðið jafn óþægilega eða niðurlægður.“
Brooklyn sagði að þau Nicola hefðu jafnvel viljað endurnýja hjúskaparheit sín til að skapa nýjar og jákvæðari minningar:
„Við vildum búa til minningar sem færu okkur gleði og hamingju, ekki kvíða og skömm.“
Nú hefur DJ Fat Tony varpað nánara ljósi á atburðina. Hann kom fram í morgunþættinum This Morning og sagði að hann hefði séð um tónlistina í brúðkaupsbrönsinum daginn eftir athöfnina.
„Ég DJ-aði í brönsinu, sem var eiginlega vandræðalegasti hlutinn, því þá var allt kvöldið áður rætt,“ sagði hann.
Um dans Viktoríu sagði hann:
„Það var enginn „slut dropping“, enginn PVC-kattabúningur og engar Spice Girls-hreyfingar. Orðið óviðeigandi snýst um tímasetninguna.“
Hann sagði að Marc Anthony hefði kallað Brooklyn á sviðið og beðið „fallegustu konuna í salnum“ að koma með sér, áður en hann nefndi Viktoríu.
„Á því augnabliki er Brooklyn miður sín því hann hélt að hann ætti að dansa fyrsta dansinn með eiginkonu sinni. Nicola fer hágrátandi út. Marc segir svo: „Settu hendurnar á mjaðmir móður þinnar!“ Þetta var latínudans og öll staðan var óþægileg fyrir alla í salnum.“
DJ Fat Tony hafði áður gert grín að málinu á samfélagsmiðlum með því að deila myndskeiði þar sem leikkonan Lucy Punch dansar vandræðalega í sjónvarpsþættinum Motherland, og skrifaði:
„Raunverulegt myndband, ég var þarna!“
Maki hans, Stavros Agapiou, staðfesti einnig frásögn Brooklyn í færslu sem síðar var eytt: „Ég var þarna, og þetta gerðist. Hann segir satt.“ Hann bætti síðar við: „Vel gert hjá honum að tala loksins.“
Í kjölfarið var greint frá því að Victoria og David Beckham hefðu hætt að fylgja DJ Fat Tony á Instagram, þrátt fyrir áralanga vináttu. Tony hafði meðal annars verið plötusnúður í 21 árs afmæli Brooklyn og hélt tónlistarviðburð í beinni á Instagram fyrir Viktoríu í Covid-lokuninni árið 2020.
Í gær sást Brooklyn opinberlega með Nicolu í fyrsta sinn síðan yfirlýsingin var birt. Parið gekk brosandi með hund sinn á ströndinni í Malibu í Kaliforníu. Heimildarmaður sagði við The Mirror:
„Hann myndi gera þetta allt aftur hiklaust, en nú vill hann bara lifa lífi sínu með konunni sem hann elskar.“
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem Fat Tony birti í gríni á Instagram.

Komment