1
Pólitík

„Hreinlegast væri nú fyrir Heiðu að draga sig í hlé“

2
Heimur

Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun

3
Innlent

Maðurinn er fundinn

4
Heimur

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis

5
Innlent

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu

6
Innlent

Sólveig Anna er trítilóð út í RÚV

7
Innlent

Barn gripið á rúntinum

8
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld grípa til sóttkvíar eftir Nipah-smittilfelli á Indlandi

9
Fólk

Hverfishetja selur í Árbænum

10
Sport

Svíagrýlan er dauð

Til baka

Donald Trump tjáir sig um skotárásina í Minneapolis

„Ógeðfelldu lygarnar sem stjórnin hefur sagt um son okkar eru forkastanlegar og viðbjóðslegar“

Donald Trump
Donald TrumpTrump hefur loksins tjáð sig um skotárásina
Mynd: SAUL LOEB / AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú tjáð sig um banaskot alríkislögreglu á Alex Pretti í Minneapolis, nokkrum dögum eftir að 37 ára gamall hjúkrunarfræðingur var skotinn til bana af alríkisfulltrúum ICE. Ummæli forsetans vöktu athygli þar sem þau virtust í fyrstu skapa ákveðna fjarlægð milli hans og eigin stjórnar.

Pretti var skotinn á götum Minneapolis í Minnesota á laugardaginn. Yfirvöld héldu því fram, án þess að leggja fram sannanir, að hann hefði nálgast ICE-fulltrúana vopnaður. Stjórn Trumps hefur lagt mikla áherslu á að lýsa Pretti, sem naut mikillar virðingar í sínu samfélagi og hefur verið minnst sem „góðs manns“, sem hugsanlegum árásarmanni og jafnvel geranda „innanlands hryðjuverks“.

Trump forseti notaði þó mildari tón þegar hann var spurður um málið af blaðamönnum um helgina og sagði einfaldlega:

„Mér líkar þetta ekki.“

Hann bætti við:

„Mér líkar engin skotárás. Mér líkar þær ekki.“

Þar lauk þó gagnrýni forsetans, en í framhaldinu beindi hann orðum sínum að Pretti sjálfum en myndbandsupptökur sýna að Pretti hélt á farsíma, ekki skotvopni, þegar hann var felldur í jörðina og skotinn margoft af lögreglu.

Trump sagði ennfremur:

„Mér líkar engin skotárás. Mér líkar þær ekki. En mér líkar það heldur ekki þegar einhver mætir á mótmæli með mjög öflugt, fullhlaðið skotvopn með tveimur hleðslum, fullum af skotum. Það gengur heldur ekki upp.“

Sú fullyrðing samræmist frásögn alríkisyfirvalda, sem hafa haldið því fram að Pretti, sem hafði leyfi til að bera skotvopn, hafi verið með byssu á lofti. Heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, Kristi Noem, sagði hann hafa verið að „veifa“ vopni. Myndbandsupptökur frá mörgum sjónarhornum sýna hins vegar Pretti halda á síma, og að falin byssa hafi verið tekin úr buxnastrengi hans af alríkisfulltrúa skömmu áður en hann var skotinn.

Fjölskylda Pretti hefur fordæmt fullyrðingar stjórnarinnar og segir þær hafa gert þau „reið og sár“. Í yfirlýsingu lýstu þau Alex sem „góðum manni“ og sögðu hann hafa verið ráðist á af „morðóðum og huglausum ICE-lögreglumönnum“.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars:

„Ógeðfelldu lygarnar sem stjórnin hefur sagt um son okkar eru forkastanlegar og viðbjóðslegar. Alex er augljóslega ekki með byssu þegar á hann er ráðist af morðóðum og huglausum ICE-lögreglumönnum Trumps. Hann heldur á símanum í hægri hendi og tóm vinstri hönd hans er uppi yfir höfði hans á meðan hann reynir að vernda konuna sem ICE hafði hrint, allt á meðan hann er úðaður með piparúða. Vinsamlegast komið sannleikanum á framfæri um son okkar. Hann var góður maður.“

Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, gagnrýndi einnig aðgerðir ICE harðlega og sakaði yfirvöld um að „snúa út úr staðreyndum“ og „dæma of fljótt“.

Hann sagði:

„Sem betur fer höfum við myndbandsupptökur, því samkvæmt heimavarnarráðuneytinu stóðu þessir sjö hetjulegu menn frammi fyrir árás heillar herdeildar.“

Walz vísaði jafnframt í skáldsögu George Orwell, 1984, og sakaði alríkisyfirvöld Trumps um að vera að „segja fólki að treysta ekki eigin augum og eyrum“.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Finneas rífur yfirvöld í Bandaríkjunum í sig eftir morðið á Petti
Heimur

Finneas rífur yfirvöld í Bandaríkjunum í sig eftir morðið á Petti

„Grjóthaldið kjafti!“
Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

Valur gagnrýnir íslensk yfirvöld harðlega
Innlent

Valur gagnrýnir íslensk yfirvöld harðlega

Bæjarstjórinn þorði ekki viðtal vegna klúðurs í Kársnesskóla
Pólitík

Bæjarstjórinn þorði ekki viðtal vegna klúðurs í Kársnesskóla

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu
Innlent

Einn liggur þungt haldinn á gjörgæslu

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ekki lengur atvinnulaus
Innlent

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ekki lengur atvinnulaus

Oftar tilkynnt um barnaníð en áður
Innlent

Oftar tilkynnt um barnaníð en áður

Hverfishetja selur í Árbænum
Myndir
Fólk

Hverfishetja selur í Árbænum

Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun
Heimur

Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun

Heilbrigðisyfirvöld grípa til sóttkvíar eftir Nipah-smittilfelli á Indlandi
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld grípa til sóttkvíar eftir Nipah-smittilfelli á Indlandi

Heimur

Finneas rífur yfirvöld í Bandaríkjunum í sig eftir morðið á Petti
Heimur

Finneas rífur yfirvöld í Bandaríkjunum í sig eftir morðið á Petti

„Grjóthaldið kjafti!“
Bandaríkin formlega hætt í Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni
Heimur

Bandaríkin formlega hætt í Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni

Donald Trump tjáir sig um skotárásina í Minneapolis
Heimur

Donald Trump tjáir sig um skotárásina í Minneapolis

Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun
Heimur

Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun

Heilbrigðisyfirvöld grípa til sóttkvíar eftir Nipah-smittilfelli á Indlandi
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld grípa til sóttkvíar eftir Nipah-smittilfelli á Indlandi

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis
Myndband
Heimur

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis

Loka auglýsingu