Það er fátt sem KR-ingar elska meira en KR og því eiga margir sér þann draum að geta flutt eins nærri heimavelli KR og hægt er. Fyrir þá stuðningsmenn sem eiga efni á að kaupa hús fyrir 250 milljónir þá er hægt að flytja gífurlega nærri vellinum núna.
Um er að ræða Frostaskjól 9 en það er fjölskylduvænt raðhús með góðum stofum, fimm svefnherbergjum, tveim baðherbergjum og gestasalerni. Allar innréttingar og hurðir í húsinu eru sérsmíðaðar og eru innréttingar og innra skipulag hannað af Rut Káradóttur.
Stutt er í t.d. í leikskóla, grunnskóla, Háskóla Íslands, Sundlaug Vesturbæjar, Melabúðina, íþróttasvæði KR og Kaffihús Vesturbæjar.
Að baki lóðarinnar er opið svæði með leiktækjum, sem er hentugt fyrir fjölskyldur og börn.
Húsið er 274.5m² á stærð.


Komment