
Edda Björgvinsdóttir hæðist að stjórnarandstöðunni í nýrri Facebook-færslu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli.
Ein ástsælasta leikkona Íslandssögunnar, Edda Björgvinsdóttir birti í gær nýjasta myndskeið Guðríðar gömlu, sem er persóna sem hún skapaði á samfélagsmiðlunum á þessu ári en þar skýtur Edda föstum skotum á Sjálfstæðismenn, útgerðarmenn og fleiri í íslensku samfélagi.
Í nýjasta myndskeiði Eddu gerir Guðríður stólpagrín að stjórnarandstöðunni sem nú er við það að setja Íslandsmet í málþófi, til að koma í veg fyrir að veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga.
„Ég og systa erum á leiðinni til Tene, um leið við losnum út úr þessu andskotans .... sko við í stjórnarmótstöðunni, við sko, lýðræði hvað? Við ráðum þessu, af því að við höfum peninga og við ætlum að vera þarna þangað til það kemur þarna Teneferðin,“ segir Guðríður gamla í myndskeiðinni og heldur svo áfram hlæjandi:
„Næst ætlum við að girða niðrum okkur og kúka á tröppurnar við Alþingi af því að þau eru svo frek þarna, þykjast ráða, stjórnin. En við látum ekki vaða yfir okkur, við eigum þetta!“
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið:
Komment