
Linda Pétursdóttir, lífsþjálfi og fegurðardrottning heims 1988, skrifaði Facebook-færslu sem heldur betur hefur slegið í gegn hjá notendum samfélagsmiðilsins.
Í færslunni segir hún lesendum hvað hún hafi gert til þess að komast í gegnum erfiðleika í lífinu. Linda P. segir að hún hefði getað sparað sér mikinn sársauka ef hún hefði tileinkað sér fyrr, það sem hún tileinkar sér í dag.
Segir hún það dýrmætasta við að eldast vera finna ró í því að vera trú sjálfri sér, án þess að hugsa hvað öðrum finnst.
„Ég er 55 ára – og lifi lífinu á eigin forsendum
Ég komst ekki þangað af því að lífið hafi alltaf verið dans á rósum, heldur af því að ég hef unnið mig í gegnum allskyns verkefni og áskoranir –og alltaf haldið áfram.
Ég hefði hinsvegar sparað mér ómældan sársauka ef ég hefði skilið og tileinkað mér fyrr, það sem ég lifi eftir í dag:
- Að það sem aðrir hugsa og segja um mig er þeirra – ekki mitt.
Að ég skulda engum útskýringar á því hvern ég elska, markmiðum mínum eða hvernig ég vel að lifa lífi mínu.
- Að ég má breytast, skipta um skoðun, byrja upp á nýtt –án þess að biðja um leyfi eða fá samþykki annarra.
Og eitt það dýrmætasta við að eldast?
Að finna ró í því að vera trú sjálfri mér –
óháð því hvað öðrum finnst.“
Eins og áður segir sló færsla Lindu rækilega í gegn en þegar þetta er ritað hafa yfir 1,3 þúsund manns líkaað við hana og hátt í 300 skrifað athugasemdir við hana. Þá hefur henni verið deilt 13 sinnum.
Komment