
Gítarsnillingurinn Örn Eldjárn Kristjánsson hefur sett hús sitt í Garðabæ á sölu en hann býr þar með maka sínum Karen Óskarsdóttur og fjölskyldu.
Um er að ræða glæsilegt einbýli á einni hæð á frábærum stað á Flötunum í Garðabæ. Með fylgir stór lóð sem gefur góða möguleika á stækkun hússins ef vill. Frábær eign á þessum eftirsótta stað í skjólsælum og rólegum lokuðum botnlanga í grónu hverfi.
Eignin samanstendur af fjórum svefnherbergjum, stofum, eldhúsi, búri, þvottahúsi, sturtuherbergi, baðherbergi, gestasalerni, glerskála, bílskúr sem að hluta er innréttaður sem stúdíóíbúð og hjóla/útivista geymsla, ásamt fjölnota garðhúsi og vinnuskúr. Eignin er samtals 210,3 m2.
Örn og Karen vilja fá 189.000.000 krónur fyrir húsið.










Komment