Elvar Páll Sigurðsson, markaðsstjóri hjá Marel, og talmeinafræðingur Eyrún Rakel Agnarsdóttir hafa ákveðið að setja íbúð sína í Garðabæ á sölulista en þau hafa bæði spilað í efstu deildum í knattspyrnu hér á landi.
Húsið var byggt árið 2004 og er íbúðin 112,5 m² að stærð. Þrjú svefnherbergi eru í henni og eitt baðherbergi. Lyfta er í húsinu og sér bílastæði í bílakjallara en húsið er staðsett í hinu vinsæla Sjálandshverfi.
Stofan og borðstofan fær mikla birtu inn frá gólfsíðum gluggum inn í eldhúsi og gólfsíðum gluggum frá borðstofunni. Útgengi er út frá borðstofu út á skjólsæla verönd með skjólveggjum.
Hjónin vilja fá 105.900.000 krónur fyrir íbúðina.








Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment