Ester Ólafsdóttir heldur áfram að reyna selja glæsilegt hús sitt í Laugardalnum en hún rak Pelsinn með Karli eiginmanni sínum árum saman en hann lést snemma í fyrra.
Síðasta sumar var húsið sett á sölu og vildi Ester frá 470 milljónir króna þá en samkvæmt auglýsingunni sem nú er uppi óskar hún eftir tilboðum í þetta stórkostlega hús.
Það er 495.8m² á stærð og eru fimm svefnherbergi í því og fimm baðherbergi. Útisvæði í kringum húsið er mikið. Þar á meðal eru stórar og rúmgóðar svalir sem snúa í suðvestur sem opnast út frá borðstofu. Á efstu hæð hússins eru stórar svalir með miklu útsýni yfir Reykjavík, Bláfjöll, Kollafjörð og Snæfellsnes.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment