Eitt glæsilegasta hús Laugardals hefur verið sett á sölulista en það er Sæviðarsund 8.
Húsið er afar sjarmerandi með mikilli lofthæð í stofum, miklum gluggum til suðurs og vesturs. Fallegur upprunalegur panell og arinn í stofu gefur húsinu mikinn sjarma. Heildarstærð þess er 172.7m² og eru fjögur svefnherbergi í húsinu og tvö baðherbergi.
Staðsetning eignarinnar er afar góð á eftirsóknarverðum stað í Laugardalnum. Þaðan er stutt í skóla á öllum skólastigum, íþróttasvæði Þróttar og Ármanns, Laugardalslaug, verslun og þjónustu og alla afþreyingu sem Laugardalurinn hefur upp á að bjóða.
Eigendur þess vilja fá 135.000.000 krónur fyrir húsið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment